BADMINTON ER FYRIR ALLA
DEILDAKEPPNI BSÍ 2022 - 2023, - HEFST mánudaginn 7. nóvember 2022
Deildakeppni BSÍ 2022 - 2023 hefst í næstu viku, mánudaginn 7 nóvember, með viðureign ÍA og TBR, í B riðli í 2. deild, á Akranesi kl. 19:00. Fimmtudaginn 10 nóv. fer svo fram viðureign UMFA og BH Ungir, í A riðli í 2. deild, í Mosfellsbæ.
Keppnin er með breyttu fyrirkomulagi, þar sem nú er hún yfir allt tímabilið, frá 7 nóv. til 23 apríl 2023.
Alls eru 13 lið í keppninni og er keppt heima og að heiman.
Í Úrvalsdeild eru 3 lið í einum riðli, í 1. deild eru 4 lið í einum riðli og í annari deild eru 6 lið í 2 riðlum, 3 í hvorum. Í annari deild verður keppt upp úr riðlunum um sæti (1-2, 3-4 og 5-6) heima og heiman. Ekki er búið að tímasetja þá leiki en keppt verður vikurnar 27 mars - 2 apríl og 17 - 23 apríl.
Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram á Meistaramóti Íslands 27 - 30 apríl 2023.
Allar upplýsingar um mótið og liðin ná finna á;
Tournamentsoftware.com - Deildakeppni BSÍ 2022 - 2023 - Organization
og á heimasíðu BSÍ www.badminton.is ,undir Deildó.
Nánari upplýsingar um mótið veitir mótsstjóri og yfirdómari á deildakeppni@badminton.is
Afkastamælingar og kvöldnámskeið 15.ágúst n.k.
Næstu mælingar á vegum BSÍ verða haldnar í Strandgötu þann 15. ágúst kl 17.
Leikmenn hafa þegar fengið boð í gegnum Sportabler og biðjum við leikmenn að skrá mætingu þar í gegn.
Við ætlum að bjóða upp á þjálfaranámskeið þetta sama kvöld fyrir þjálfara aðildafélaga. Þar gefst þjálfurum tækifæri til að fylgjast með framkvæmd mælinganna og í kjölfarið verður fræðsla um mælingarnar. Afhverju við erum að mæla, afhverju veljum við þessar mælingar, afhverju mælum við á þessum tímapunkti og fleiri hagnýt atriði. Farið verður yfir hvernig lesa megi úr niðurstöðunum og nýta þær til að efla leikmennina okkar í badminton.
Kvöldnámskeiðið er þjálfurum aðildafélaga að kostnaðarlausu og hvetjum við þjálfara að skrá sig fyrir 13. ágúst með því að senda póst á annamargret@badminton.is
Badmintonsamband Íslands / Badminton Iceland
Address:
Engjavegi 6, 104 Reykjavík, Iceland
tel: + 354 514 4045 mobile: + 354 897 4184
bsi@badminton.is
www.badminton.is
kt. 430169-4919