Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

7 klukkustundir, 56 mínútur
9. desember 2016
7 dagar, 20 klukkustundir
17. desember 2016
14 dagar, 5 klukkustundir
23. desember 2016
17 dagar, 18 klukkustundir
27. desember 2016
28 dagar, 20 klukkustundir
7. janúar 2017
6. desember, 2016 - mg

Unglingalandsliðsæfing á föstudaginn

Þriðja unglingalandsliðsæfing vetrarins verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U11-U13:
Máni Berg Ellertsson ÍA, Tristan Máni Jóhannsson ÍA, Arnar Svanur Huldarsson BH, Steinar Petersen TBR, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gabriel Ingi Helgason BH, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Lilja BU TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR, María Rún Ellertsdóttir ÍA. U15: Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Stefán Árni Arnarsson TBR, Baldur Einarsson TBR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolína Prus KR, Anna Alexandra Petersen TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. U17: Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andri Broddason TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Una Hrund Örvar BH, Halla María Gústafsdóttir BH, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS.

Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is

Næsta æfing unglingalandsliðs á eftir þessari er föstudaginn 13. janúar í TBR.

1. desember, 2016 - mg

Fyrirlestur um markmiðasetningu

Ástvaldur Heiðarsson verður með fyrirlestur um markmiðasetningu fyrir þá leikmenn sem voru í æfingabúðum í nóvember á vegum BSÍ, leikmenn í aldursflokkum U15-U17. Fyrirlesturinn fer fram klukkan 17-19 í D-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð til hægri þegar maður kemur inn um aðalinngang) fimmtudaginn 8. desember næstkomandi. Leikmenn eru beðnir um að láta vita ef þeir komast ekki með því að senda póst til Margrétar. Netfangið hennar er mg@badminton.is og símanúmerið 897-4184. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á fyrirlesturinn: Katrín Vala Einarsdóttir BH, Una Hrund Örvar BH, Halla María Gústafsdóttir BH, Karolina Prus KR, Kristín Magnúsdóttir KR, Berglind Magnúsdóttir KR, Anna Alexandra Petersen TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Lív Karlsdóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Sigríður Ása Guðmarsdóttir TBR, Eva Margit Atladóttir TBR, Björk Orradóttir TBR, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS.

Steinþór Emil Svavarsson BH
Daníel Ísak Steinarsson BH
Þórður Skúlason BH
Sigurður Patrik Fjalarsson KR
Magnús Daði Eyjólfsson KR
Gústav Nilsson TBR 
Stefán Árni Arnarsson TBR
Baldur Einarsson TBR
Tómas Sigurðarson TBR
Guðmundur Hermann Lárusson TBR
Eysteinn Högnason TBR
Einar Sverrisson TBR
Bjarni Þór Sverrisson TBR
Andri Broddason TBR
Brynjar Már Ellertsson ÍA 
Davíð Örn Harðarson ÍA

28. nóvember, 2016 - mg

Úrslit Unglingamóts Aftureldingar

Unglingamót Aftureldingar var haldið um helgina. Keppt var í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:
Í flokki U13 sigraði Gabríel Ingi Helgason BH í úrslitum Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH eftir spennandi oddalotu 21-23, 21-18, 22-20 í einliðaleik hnokka. María Rún Ellertsdóttir ÍA vann Lilju Bu TBR í úrslitum, einnig eftir æsispennandi oddalotu 14-21, 23-21, 23-21 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gabríel Ingi Helgason og Gabríel Ingi Helgason BH Stefán Eiríksson og Steinar Petersen TBR í úrslitum 21-8, 21-11. Í tvíliðaleik táta unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR í en keppt var í riðli í greininni. Í tvenndarleik unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA en þau sigruðu í úrslitum Steinar Petersen og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR 21-17, 21-18. Gabríel Ingi vann því þrefalt á þessu móti.
Í flokki U15 vann Steinþór Emil Svarsson í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson KR 21-15, 21-18 í einliðaleik sveina. Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR vann í úrslitum Karolinu Prus KR eftir oddalotu 21-16, 19-21, 21-19 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Magnús Má Magnússon og Sigurð Patrik Fjalarsson KR 22-20 og 21-16. Í tvíliðaleik meyja unnu Berglind Magnúsdóttir og Karolina Prus KR í úrslitum Katrínu Völu Einarsdóttur og Lív Karlsdóttur eftir oddalotu 18-21, 21-14 og 21-17. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir. Þau unnu í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson og Karolinu Prus KR 21-17, 21-18.
Í flokki U17 vann Einar Sverrisson TBR en hann vann í úrslitum Þórð Skúlason BH eftir oddalotu 17-21, 21-9, 21-11 í einliðaleik drengja. Halla María Gústafsdóttir BH vann í einliðaleik telpna en hún mætti í úrslitum Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS og vann 21-5 og 21-16. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR þá Andra Broddason og Einar Sverrisson TBR í úrslitum 21-14, 21-9. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH Björk Orradóttur og Evu Margit Atladóttur TBR 21-7, 21-12. Í tvenndarleik unnu Bjarni Þór Sverrisson TBR og Una Hrund Örvar BH eftir sigur á Brynjari Má Ellertssyni ÍA og Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS 21-9, 21-12.
Í flokki U19 var keppt í einliða- og tvíliðaleik pilta. Einliðaleikinn vann Símon Orri Jóhannsson ÍA en hann vann í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson ÍA 21-11, 21-18. Í tvíliðaleik pilta unnu Kristinn Berki Hauksson Aftureldingu og Þórður Skúlason BH. Keppt var í riðli í greininni.
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti Aftureldingar. Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er Jólamót unglinga 17. desember næstkomandi.
25. nóvember, 2016 - mg

Unglingamót Aftureldingar er um helgina

Unglingamót Aftureldingar verður um helgina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista unglinga. Alls keppir 91 keppandi í mótinu en keppendur koma frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KA, KR, TBR, Samherjum og UMFS. Keppt er í flokkum U15-U19 á laugardeginum og í flokki U13 á sunnudeginum. Keppni hefst klukkan 9 báða dagana. Leiknir verða 194 leikir á þessu móti. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

22. nóvember, 2016 - mg

Hvidovre áfram í fimmta sæti riðilsins

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti fimmta leik vetrarins um helgina. Leikurinn var gegn Skovshoved 3. Hvidovre 2 vann 7-6. Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Christoffer Voldsgaard Holm og Filippa Koch Rode. Drífa og Poulsen unnu 21-12, 21-17. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Filippa Koch Rode og Sofie Nyvang sem unnu 22-20, 21-15. Hvidovre 2 vann auk tvenndarleiks Drífu annan tvenndarleik, annan einliðaleik kvenna, fyrsta og þriðja einliðaleik karla, fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Skovshoved 3. Eftir þessa fimmtu umferð er Hvidovre 2 áfram í fimmta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Lilleröd 2 laugardaginn 10. desember.