Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

3 dagar, 6 klukkustundir
30. janúar 2015
10 dagar, 6 klukkustundir
6. febrúar 2015
10 dagar, 21 klukkustundir
7. febrúar 2015
10 dagar, 21 klukkustundir
7. febrúar 2015
15 dagar, 21 klukkustundir
12. febrúar 2015
27. janúar, 2015 - mg

Óskað eftir þjálfurum á þjálfaranámskeið í Slóveníu og á Grænlandi

Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að taka þátt í þjálfaranámskeiðum sem haldin verða í tenglum við Sumarskóla Badminton Europe í Slóveníu 11. - 18. júlí og æfingabúðir á Grænlandi 10. - 16. ágúst. Þjálfararnir verða jafnframt fararstjórar íslensku krakkanna sem verða valin til að taka þátt í þessum verkefnum. Sumarskólinn er fyrir aldurshópinn U17 og North Atlantic Camp er fyrir aldurshópana U13-U17. Þjálfaranámskeiðin og allur ferðakostnaður eru á kostnað BSÍ. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti fyrir lok febrúar. Lesa má um Sumarskóla Badminton Europe með því að smella hér
26. janúar, 2015 - mg

Frímann velur hópinn fyrir Sudirman Cup í Kína

Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari hefur valið A-landsliðið sem mun taka þátt í Sudirman Cup í Kína í maí. Sudirman Cup er heimsmeistaramót landsliða og fer fram dagana 10. - 17. maí í Dongguan í Kína. Hópinn skipa Atli Jóhannesson TBR, Daníel Thomsen TBR, Kári Gunnarsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Mótið var fyrst haldið árið 1989 en þá tóku 28 lönd þátt en í dag taka yfir 50 lönd þátt í mótinu. Smellið hér til að lesa meira um Sudirman Cup 2015.
25. janúar, 2015 - mg

Milan sigurvegari í einliðaleik á Iceland International

Milan Ludik frá Tékklandi sigraði á Iceland International #RIG15. Hann spilaði gegn Matthias Almer Austurríki í úrslitum og fór leikurinn 21-9 og 21-19. Ludik lék einnig á Iceland International árið 2014 og féll þá út í undanúrslitum. Hann vonast til að vinna landsmót Tékka næstu helgi og heldur svo áfram að túra um Evrópu til að safna stigum og komast á Ólympíuleikana 2016. Hér má sjá viðtal við Ludik.
25. janúar, 2015 - mg

Martin og Patrick frá Scotlandi unnu tvíliðaleik karla á Iceland International

Martin Campbell og Patrick Machough Skotlandi unnu Frederik Aalestrup og Kasper Dinesen í úrslitum í tvíliðaleik karla á Iceland International #RIG15. Skotarnir unnu einnig í tvíliðaleik á Iceland International árið 2014 en töpuðu úrslitaleiknum á Iceland International 2012. Hér má sjá viðtal við þá félaga.

25. janúar, 2015 - mg

Nicklas Mathiasen og Cecilie Bjergen Danmörku unnu tvenndarleikinn á Iceland International

Nicklas Mathiasen og Cecilie Bjergen Danmörku unnu Lasse moelhede og Trine Villadsen Danmörku örugglega á Iceland International #RIG15