Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

4 dagar, 15 klukkustundir
2. maí 2015
12 dagar, 15 klukkustundir
10. maí 2015
12 dagar, 16 klukkustundir
10. maí 2015
42 dagar, 15 klukkustundir
9. júní 2015
74 dagar, 17 klukkustundir
11. júlí 2015
27. apríl, 2015 - mg

Chong Wei Lee í átta mánaða keppnisbann

Dómstóll Lyfjaeftirlits Alþjóðabadmintonsambandsins kom sama í Hollandi 11. apríl síðastliðinn. Þar var tekið fyrir mál Chong Wei Lee sem féll á lyfjaprófi sem tekið var á heimsmeistaramótinu í Danmörku í lok ágúst 2014. Í ljós kom í máli Lee að hann hefði tekið fæðubótarefni um nokkurt skeið sem innihélt efni sem er á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um ásetning að ræða af hálfu Lee en samt sem áður hafi hann sýnd ábyrgðarleysi. Chong Wei Lee var dæmdur í 8 mánaða bann vegna þessa. Hann hefur ekki keppt síðan í lok nóvember og telur bannið því frá þeim tíma. Smellið hér til að lesa meira um málið.
27. apríl, 2015 - mg

Kári og Sara keppa á Evrópuleikunum í sumar

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fimmtudaginn 16. apríl sl. var fjallað um þátttöku Íslands á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan. Í fjölmörgum íþróttagreinum hafa íslenskir keppendur unnið sér inn keppnisrétt og hafa formleg erindi borist til ÍSÍ og sérsambanda vegna þessa. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur ákveðið í samráði við viðeigandi sérsambönd að staðfesta þátttöku þeirra íþróttamanna sem nú þegar hafa unnið sér inn þátttökurétt. Þeir eru eftirfarandi: Skotíþróttasamband Íslands, Ásgeir Sigurgeirsson, keppni í loftskambyssu og frjálsri skambyssu. Badmintonsamband Íslands, Kári Gunnarsson, keppni í einliðaleik karla. Badmintonsamband Íslands, Sara Högnadóttir, keppni í einliðaleik kvenna. Júdósamband Íslands, Sveinbjörn Jun Iura, keppni í -81 kg. flokki karla. Júdósamband Íslands, Þormóður Árni Jónsson, keppni í -100 kg. flokki karla. Skylmingasamband Íslands, Þorbjörg Ágústsdóttir, keppni í höggsverði kvenna. Ísland hefur fengið úthlutun á kvóta fyrir fimm sundmenn á leikunum og í áhaldafimleikum fyrir einn karl og þrjár konur. Mun val á keppendum liggja fyrir á næstu vikum. Þá hefur einnig fengið keppnisréttur fyrir einn keppanda í bogfimi karla og er mjög ánægjulegt að vaxandi grein eins og bogfimi muni eiga keppanda á leikunum. Smellið hér til að lesa meira um badmintonkeppnina á þessum fyrstu Evrópuleikum.

26. apríl, 2015 - ALS

TBR sigraði í U13 og U15

Keppt var í U13 og U15 á Íslandsmóti unglingaliða í badminton í dag. Keppnin fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mjög margir jafnir og skemmtilegir leikir voru spilaðir og gaman að sjá hvað það skapaðist mikil stemning í liðunum við að hvetja hvert annað áfram. Í flokki U13A sigraði liðið TBR Þ en í öðru sæti var TBR Z. Í þriðja sæti var lið KR og í fjórða sæti lið BH. Liðin voru mjög jöfn því fimm af sex viðureignum í þessum flokki enduðu 3-2. Smellið hér til að skoða öll úrslit í flokknum.
25. apríl, 2015 - mg

BH og TBR sigruðu í U11

Í dag fór fram fyrri dagur Íslandsmóts unglingaliða í badminton en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram. Keppni í flokki U11A og U11B fór fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt var í riðlum. Í flokki U11A vann lið BH sem vann allar sínar viðureignir. Í öðru sæti urðu Samherjar, TBR í þriðja og ÍA í fjórða og síðasta sæti. Í flokki U11B vann TBR Y sem var drengjalið TBR í flokknum. Í öðru sæti varð TBR X sem var stúlknalið TBR, BH svartir urðu í þriðja sæti og BH bláir í fjórða og síðasta sæti. Allir þátttakendur í U11 keppninni fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna eins og stefna ÍSÍ í barnaíþróttum segir til um. Á morgun fer fram keppni í flokkum U13 og U15. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Íslandsmóti unglingaliða.
21. apríl, 2015 - mg

Íslandsmót unglingaliða er um helgina

Íslandsmót unglingaliða í badminton fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið. 16 lið frá 6 félögum taka þátt, BH, ÍA, KR, TBR, Samherjum og UMFS. Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi: Laugardagur - U11A: kl.9:30 - Mæting, kl.10:00 - Fyrsta umferð U11A, kl.10:50 - Önnur umferð U11A, kl.11:40 - Þriðja umferð U11A, kl.12:30 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending. Laugardagur - U11B, kl.12:00 - Mæting, kl.12:30 - 1.umferð, kl.13:20 - 2.umferð, kl.14:10 - 3.umferð, kl.15:00 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending. Sunnudagur - U13A, kl.9:30 - Mæting, kl.10:00 - Fyrsta umferð, kl.12:00 - Önnur umferð, kl.14:00 - Þriðja umferð, kl.16:00 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending. Sunnudagur - U15A, kl.9:30 - Mæting, kl.10:00 - Fyrsta umferð, kl.12:00 - Önnur umferð, kl.14:00 - Þriðja umferð, kl.16:00 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending.

Því miður var ekki næg skráning til að vera með keppni í U13B og U15B að þessu sinni en vonandi bætast þeir flokkar við á næsta ári.

Athugið að allar tímasetningar eru til viðmiðunar og gætu raskast eitthvað ef leikir eru óvenju langir. Smellið hér til að skoða niðurröðun og lista yfir leikmenn í hverju liði.

Í hverri viðureign tveggja liða eru spilaðir þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir. Þjálfarar aðstoða liðin við að stilla upp hver spilar hvað. Leikmenn skiptast á að telja og eru sérstaklega hvattir til að hvetja sitt lið áfram.