Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

1 dagar, 20 klukkustundir
4. september 2015
8 dagar, 21 klukkustundir
11. september 2015
10 dagar, 12 klukkustundir
13. september 2015
16 dagar, 12 klukkustundir
19. september 2015
23 dagar, 12 klukkustundir
26. september 2015
19. ágúst, 2015 - mg

KA leitar ađ ţjálfara

Spaðadeild KA á Akureyri óskar eftir að ráð badminton þjálfara fyrir veturinn 2015/2016. Um er að ræða alla hópa nema yngsta flokk (miniton). Einnig mun standa tilboða að sjá um tvær tennisæfingar á viku en tennis verður í fyrsta skipti í boði á Akureyri í vetur. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Guðmund Hauk Sigurðarson formann deildarinnar í síma 821 4930.
18. ágúst, 2015 - mg

Kári ćfir af kappi í Mexíkó

Kári Gunnarsson er nú búsettur í Mexikó, í Monterrey, en þar æfir hann badminton af kappi. Hann er búsettur í Ólympíumiðstöð með öðrum íþróttamönnum og æfir með Ramon Garrido frá Mexíkó og Ernesto Velazquez frá Spáni. Báðir eru Íslendingum kunnugir en þeir hafa keppt hérlendis á Iceland International og Velazquez keppti einnig hér í forkeppni EM í nóvember síðastliðnum. Kári mun keppa töluvert á alþjóðlegum mótum í vetur og stefnir á að komast hærra á heimslistanum og reyna með því að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016. Mót sem Kári mun taka þátt í á komandi keppnistímabili og fram að jólum eru í Guatemala, Mexíkó, Kólumbíu, Chile, Brasilíu, Puerto Rica, á Florida, LA og Mexíkó. Það verður gaman að fylgjast með Kára sem er fjórfaldur Íslandsmeistari í einliðaleik karla.

17. ágúst, 2015 - mg

Ţjálfaranámskeiđ - Kenneth Larsen og Claus Poulsen

Helgina 11. - 13. september mun Badmintonsamband Íslands standa fyrir þjálfaranámskeiði. Kennarar á námskeiðinu verða þeir Kenneth Larsen og Claus Poulsen. Kenneth Larsen er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í badminton og kennir við Háskólann í Álaborg. Claus Poulsen er fyrrum unglingalandsliðsþjálfari Dana og hann kennir einnig við Háskólann í Álaborg. Þeir hafa nýverið þróað APP fyrir snallsíma og tölvur með badmintonæfingum. Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: Föstudagur 11. september:
18:30 Fyrirlestur - taktík í tvíliðaleik
19:20 Tvíliðaleiksþjálfun - taktík / U15

Laugardagur 12. september:
9:00 - 10:00 Fyrirlestur - taktík í tvíliðaleik og þjálfun
10:00 - 11:30 Tvíliðaleiksþjálfun - taktík / U17

13:00 - 15:00 Tvíliðaleiksþjálfun - taktík / U19 og A-lið
15:30 - 17:00 Fyrirlestur og undirbúningur undir þjálfun á Haustmóti KR á sunnudegi

Sunnudagur 13. september
10:00 - 14:00 Þjálfun þjálfara í að segja til á mótum. Kenneth og Claus segja þjálfurum sem voru á námskeiðinu til á Haustmóti KR.

Skráning á námskeiðið er hafin en verð er 15.000,-
Innifalið er námskeið föstudagskvöld 11. september og laugardag 12. september.
Claus og Kenneth munu svo vera á Haustmóti KR sunnudaginn 13. september og hjálpa þjálfurum sem mæta á námskeiðið að coacha á því móti.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is

16. ágúst, 2015 - mg

Chen Long og Carolina Marin heimsmeistarar í einliđaleik

Heimsmeistaramótinu í badminton var að ljúka í Indónesíu en mótið stóð yfir frá 10. - 16. ágúst. Í einliðaleik kvenna mætti Spánverjinn Carolina Marin Saina Newhal frá Indlandi og vann hana í tveimur lotum 21-16 og 21-19. Marin var röðuð númer 1 og Newhal var röðuð númer 2. Chen Long frá Kína vann Lee Chong Wei frá Malasíu 21-14 og 21-17. Long var raðaður númer 1 en Wei var ekki raðaður að þessu sinni. Í tvíliðaleik karla mættu Mohammed Ahsan og Hendra Setiawan frá Indónesíu þeim Liu Xiaolong og Qiu Zihan frá Kína. Leikurinn endaði 21-17 og 21-14 þeim Indónesísku í vil. Ashan og Setiawan voru raðaðir númer 3 en Xiaolong og Zihan númer 9. Í tvíliðaleik kvenna mættust Tian Qing og Zhao Yunlei frá Kína og dönsku stöllurnar Christinna Pedersen og KamillaRytter Juhl. Leikurinn endaði 23-25, 21-8 og 21-15 Qing og Yunlei í vil. Qing og Yunlei voru raðaðar númer 5 en Pedersen og Rytter Juhl númer 4. Heimsmeistarar í tvenndarleik eru Zhang Nan og Zhao Yunlei en þau mættu í úrslitum Liu Cheng og Bao Yixin og unnu 21-17 og 21-11. Bæði pörin eru frá Kína. Nan og Yunlei voru röðuð númer 1 en Cheng og Yixin númer 4. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit heimsmeistaramótsins.

11. ágúst, 2015 - mg

Golfmót badmintonmanna verđur sunnudaginn 23. ágúst

Margir þeir sem spila badminton af miklum krafti á veturna, æfa golf á sumrin. Ákveðið hefur verið að halda golfmót badmintonmanna. Mótið verður á Akranesi (Golfklúbburinn Leynir) sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi. Ræst út frá fyrsta teig milli klukkan 9:00 og 09:30. Skráningargjald er kr. 4000. Punktakeppni 1 forgjafarfl. kvenna(0-36) 2 forgjafarfl. karla (0-18) og (18-36). Vegleg verðlaun. Skráning í mótið verður að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 21. ágúst á golf.is eða í síma 858-9012 (Árni Þór) eða á arnihall@simnet.is. Nú sjáumst við hress og kát á Akranesi og skemmtum okkur vel, hitum upp fyrir badmintontímabilið í skemmtilegu golfmóti. Þeir sem skrá sig saman í "holl" spila saman í mótinu. Vinsamlegast bendið vinum og kunningjum sem ekki hafa séð þessa frétt á mótið.