Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

11 dagar, 6 klukkustundir
9. júní 2015
43 dagar, 8 klukkustundir
11. júlí 2015
68 dagar, 8 klukkustundir
5. ágúst 2015
73 dagar, 8 klukkustundir
10. ágúst 2015
98 dagar, 14 klukkustundir
4. september 2015
27. maí, 2015 - mg

Hópurinn í Nordic Camp valinn

Badmintonsambönd Norðurlandanna halda æfingabúðir árlega um árabil sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum. Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar á Íslandi, á Akranesi. Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari hefur valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Erna Katrín Pétursdóttir TBR og Halla María Gústafsdóttir BH. Nordic Camp fer fram dagana 5. - 9. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum víðsvegar úr Evrópu. Yfirþjálfari búðanna verður James Barclay frá Englandi. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Nordic Camp á heimasíðu Badminton Europe.

26. maí, 2015 - mg

Helgi velur hópinn til Grćnlands

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins hefur valið hópinn sem fer í æfingabúðir til Grænlands í ágúst. Æfingabúðirnar fara fram í Narsarsuaq dagana 10. - 16. ágúst og munu þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Æfingabúðirnar eru fyrir aldurshópana U13 til U17. Þessar æfingabúðir, sem nefnast North Atlantic Camp, eru nú haldnar í sjöunda sinn. Íslenska hópinn skipa Gústav Nilsson TBR, Lív Karlsdóttir TBR, Davíð Örn Harðarson ÍA, Una Hrund Örvar BH, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson TBR og Þórunn Eylands TBR. Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað.  Tveir þjálfarar fara á námskeiðið frá Íslandi, Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson. Þau verða jafnframt fararstjórar íslenska hópsins.

22. maí, 2015 - mg

Fjórir til Fćreyja

Færeyingar taka þátt í Eyjaleikunum á Jersey í júní og hafa af því tilefni boðið fjórum íslenskum spilurum til Færeyja um helgina til að keppa við landslið þeirra. Þetta er liður í undirbúningi þeirra fyrir leikana. Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari hefur valið fjóra leikmenn til ferðarinnar en það eru Daníel Jóhannesson TBR, Davið Bjarni Björnsson TBR, Davíð Phuong TBR og Pálmi Guðfinnsson TBR. Þeir fljúga til Færeyja í dag, föstudag, og keppa við Færeyingana á laugardag og sunnudag. Á mánudag fara þeir í skoðunarferð um Færeyjar áður en þeir fljúga aftur heim. Badmintonsamband Íslands þakkar Færeyingum fyrir þetta góða boð.
21. maí, 2015 - mg

Kári tók ţátt í spćnska mótinu

Kári Gunnarsson tók þátt í forkeppni Alþjóðlega spænska mótsins nú í morgun. Hann keppti í fyrsta leik á móti Jordy Hilbink frá Hollandi en hann hefur keppt á Iceland International undanfarin ár. Hilbink var raðað númer 16 inn í forkeppnina og hann er í 177. sæti heimslistans. Kári tapaði fyrir honum 12-21 og 13-21 og lauk þar með þátttöku í mótinu. Kári er númer 397 á heimslista. Kári mun næst keppa á fyrstu Evrópuleikunum sem verða í Baku í Azerbajan í júní. Sara Högnadóttir vann sér einnig inn þátttökurétt á þeim leikum. Smellið hér til að lesa meira um Evrópuleikana.
17. maí, 2015 - mg

Kínverjar heimsmeistarar í tíunda sinn

Kína varð í dag heimsmeistari landsliða þegar Kínverjar lögðu Japan að velli 3-0 á Sudirman Cup. Þetta er tíundi heimsmeistaratitill Kína og sá sjötti í röð. Í undanúrslitum unnu Kínverjar Indóneíu 3-1 og Japan vann Kóreu 3-2. Kínverjar unnu svo fyrir fullu húsi á heimavelli. Keppt var í tvíliðaleik karla sem Kínverjar unnu eftir oddalotu 21-17, 20-22 og 21-17 en þar öttu kappi Fu Haifeng og Zhang Nan gegn Hiroyuki Endo og Kenichi Hayakawa. Einliðaleik kvenna vann Li Xuerui 23-21 og 21-14 en hún keppti gegn Akane Yamaguchi. Síðasti leikurinn var einliðaleikur karla en þar vann Lin Dan, annar á heimslista, Takuma Ueda 21-15 og 21-13. Með því tryggði heimaþjóðin sinn tíunda heimsmeistaratitil.