Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

4 dagar, 13 klukkustundir
6. maí 2016
5 dagar, 6 klukkustundir
7. maí 2016
6 dagar, 7 klukkustundir
8. maí 2016
25 dagar, 12 klukkustundir
27. maí 2016
68 dagar, 14 klukkustundir
9. júlí 2016
27. apríl, 2016 - mg

Sara og Kári úr leik í Evrópukeppninni

Sara Högnadóttir og Kári Gunnarsson kepptu í Evópukeppni einstaklinga sem fer nú fram í La Roche sur Yon í Frakklandi. Sara mætti Anna Thea Madsen frá Danmörku og tapaði 9-21 og 9-21. Kári fékk fyrsta leik sinn gefinn en hann átti að mæta í fyrstu umferð Þjóðverjanum Dieter Domke. Í annarri umferð mætti hann Brice Leverdez frá Frakklandi en honum er raðað númer sex inn í greinina. Kári tapaði 7-21 og 12-21. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni einstaklinga.
22. apríl, 2016 - mg

Valið í Nordic Camp

Badmintonsambönd Norðurlandanna halda æfingabúðir árlega um árabil sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum. Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar í Svíþjóð, í Malmø. Helgi Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari hefur valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Nordic Camp fer fram dagana 8. - 13. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum víðsvegar úr Evrópu. Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Þorkell Ingi Eriksson TBR fara á þjálfaranámskeiðið og verða jafnframt fararstjórar hópsins.

21. apríl, 2016 - mg

U13-U15 æfing sunnudaginn 1. maí

Úrtakshópur U13-U15 æfir í TBR sunnudaginn 1. maí frá klukkan 9:15-11:15. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U13: Frá TBR: Andri Freyr Haraldsson, Árni Þór Orrason, Guðmundur Hermann Lárusson, Gústav Nilsson, Gylfi Huginn Harðarson, Jóhann Daði Valdimarsson, Jón Hrafn Barkarson, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, Magnús Geir Ólafsson, Smári Sigurðsson, Stefán Árni Arnarson, Stefán Eiríksson, Viktor Freyr Viðarsson. Frá BH: Árni Dagur Oddsteinsson, Freyr Víkingur Einarsson, Gabríel Ingi Helgason, Guðmundur Adam Gígja, Hákon Daði Gunnarsson, Heimir Yngvi Eiríksson, Karen Guðmundsdóttir, Kristian Óskar Sveinbjörnsson, Lilja Berglind Harðardóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Stefán Steinar Guðlaugsson, Steinþór Emil Svavarsson. Frá ÍA: María Rún Ellertsdóttir, Sindri Freyr Daníelsson. U15:
TBR:
Andri Broddason
Baldur Einarsson
Tómas Sigurðsson
Andrea Nilsdóttir
Anna Alexandra Petersen
Björk Orradóttir
Eva Margit Atladóttir
Lív Karlsdóttir
Sara Júlíusdóttir


ÍA:
Brynjar Már Ellertsson
Davíð Örn Harðarson
Erika Bjarkadóttir
Katla Kristín Ófeigsdóttir
Katrín Eva Einarsdóttir


KR:
Magnús Daði Eyjólfsson
Karolina Prus
Þórarinn Dagur Þórarinsson


Afturelding:
Victor Sindri Smárason


UMF Þór:
Jakob Unnar Sigurðarson


BH:
Halla María Gústafsdóttir
Elías Kári Huldarsson
Katrín Vala Einarsdóttir
Una Hrund Örvar


UMFS:
Ingibjörg Rósa Jónsdóttir

Ef einhver kemst ekki er viðkomandi beðinn um að láta Helga Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfara vita. Netfangið hans er helgi.johannesson@simnet.is og símanúmerið 862 3772.

21. apríl, 2016 - mg

Íslandsmót unglingaliða er um helgina

Íslandsmót unglingaliða verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina. Keppt er í aldursflokkum U11-U15. Flokkur U11 keppir í tveimur riðlum og svo um sæti. Keppni í flokki 11 hefst klukkan 10 á laugardaginn en mæting keppenda er klukkan 9:30 og þá á að skila inn liðsuppstillingum. Gert er ráð fyrir að mótslok hjá U11 sé um klukkan 13:30. Flokkur U15 keppir á laugardaginn og hefst keppni klukkan 13:30. Mæting er klukkan 13:00 og þá á að skila inn liðsuppstillingum. Áætluð mótslok hjá U15 er klukkan 16:30. Flokkur U13B keppir á sunnudagsmorgni og keppni hefst klukkan 10:00 og mæting er klukkan 9:30. Áætluð mótslok eru klukkan 13:00. U13A keppir eftir hádegi á sunnudegi og mæting er klukkan 12:30 en þá á að skila inn liðsuppstillingum. Keppni hefst klukkan 13:00 og áætluð mótslok eru klukkan 16:00. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Íslandsmóti unglingaliða.

20. apríl, 2016 - mg

Hver er staða átröskunnar og líkamsímyndar á meðal íslensk íþróttafólks?

Við viljum vinsamlegast vekja athygli þína á hádegisfyrirlestri 27. apríl næstkomandi og hjálpa okkur að auglýsa viðburðinn á ykkar síðum. Málefnið er brýnt og farið verður yfir eina stærstu íslensku rannsóknina á málefninu hingað til. Sjá textann hér fyrir neðan. Hver er staða átröskunnar og líkamsímyndar á meðal íslensk íþróttafólks? Miðvikudaginn 27. apríl verður opinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl: 12:10. Þar verða kynntar niðurstöður úr glænýrri rannsókn. Petra Lind Sigurðardóttir MSc í klínískri sálfræði frá HR mun fara yfir helstu niðurstöðurnar. Rannsóknin beindist að skimun fyrir átröskunareinkennum meðal íþróttafólks hér á landi. Samanburður var gerður á þessum þáttum milli kynja, auk þess sem íþróttagreinar voru bornar saman. Þátttakendur voru íþróttafólk sem keppir á hæsta keppnisstigi í sinni íþrótt hérlendis, 18 ára og eldri. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni hérlendis og fáar erlendar rannsóknir hafa borið margvíslegar íþróttir saman. Er íþróttafólk óánægðar með sína líkamsímynd en almennt gengur og gerist? Eru karlar líklegri til að vera óánægðari en konur? Hversu algeng er átröskun og í hvaða greinum birtist hún helst? Þátttakan er ókeypis og öllum heimil. Skráning fer fram á skraning@isi.is Að lokinni framsögu mun verða opið fyrir spurningar úr sal.