Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

2 dagar, 3 klukkustundir
4. oktober 2014
8 dagar, 12 klukkustundir
10. oktober 2014
9 dagar, 6 klukkustundir
11. oktober 2014
10 dagar, 2 klukkustundir
12. oktober 2014
10 dagar, 3 klukkustundir
12. oktober 2014
29. september, 2014 - mg

Úrslit Atlamóts ÍA

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina. Í meistaraflokki vann Egill G. Guðlaugsson ÍA í einliðaleik karla en hann sigraði Atla Jóhannesson TBR 21-16 og 21-18. Í einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR en hún vann í úrslitum Margréti Finnbogadóttur TBR 21-11 og 21-4. Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR eftir sigur á Birki Steini Erlingssyni og Róberi Þór Henn TBR í úrslitum 15-21, 21-11 og 21-15. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Finnbogadóttur og Söru Högnadóttur TBR 21-12 og 21-14. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR eftir æsispennandi oddalotu 22-24, 21-11 og 23-21. Í A-flokki sigraði Þorkell Ingi Eriksson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Róbert Inga Huldarsson BH 21-18 og 21-17. Ekki var keppt í einliðaleik né í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Í tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Ármann Steinar Gunnarsson BH og Helgi Grétar Gunnarsson ÍA eftir úrslitaleik gegn Snorra Tómassyni og Þorkeli Inga Erikssyni TBR 21-13 og 21-15. Í tvenndarleik sigruðu Helgi Grétar Gunnarsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Þau unnu í úrslitum Daníel Þór Heimisson og Karitas Evu Jónsdóttur ÍA 21-17 og 21-18. Sigurður Eðvarð Ólafsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Hann vann Arnór Tuma Finnsson UMFS í úrslitum 21-15 og 21-19. Í einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR en hún vann Elínu Ósk Traustadóttur BH í úrslitum 21-11 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Þeir unnu í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Sveinbjörn Pétur Guðmundsson Aftureldingu eftir oddalotu 21-12, 13-21 og 21-19. Tvíliðaleik kvenna unnu Skagastelpurnar Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir. Þær sigruðu Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH í úrslitum eftir æsispennandi oddalotu 18-21, 21-18 og 28-26. Í tvenndarleik unnu Arnór Tumi Finnsson UMFS og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA sem sigruðu Daníel Ísak Steinarsson og Andeu Nilsdóttur TBR eftir oddalotu 23-21, 19-21 og 21-18. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.

25. september, 2014 - mg

Atlamót ÍA er um helgina

Atlamót ÍA verður haldið um helgina. Mótið er þriðja mót vetrarins í Dominos mótaröð BSÍ. Keppendur verða 63 talsins frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, TBR, Samherjum, UMF Skallagrími og UMF Þór. Keppt verður í A-, B- og Meistaraflokki. Keppt verður í riðlum í einliðaleik í Meistaraflokki, A- og B-flokki en í útsláttarkeppni í öðrum flokkum. Leiknir verða 136 leikir á mótinu. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 10 á laugardaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

24. september, 2014 - mg

Vćrlřse 2 tapađi fyrir KMB2010

Værløse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku fyrstu deildinni, keppti í gærkvöldi sinn annan leik í deildinni gegn KMB2010 og tapaði naumlega 6-7. Tinna lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Kristoffer Knudsen og Pernille Harder. Tinna og Paulsen töpuðu naumlega eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 19-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Thilde Nørgaard Iversen og þær töpuðu fyrir Pernille Harder og Mette Schjoldager 11-21 og 17-21. Liðsmenn Værløse 2 unnu báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Værløse 2 og KMB2010. Eftir þessa aðra umferð er Værløse 2 í fjórða sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í fyrstu deild. Næsta viðureign Værløse 2 er laugardaginn 4. október gegn Aalborg Triton.

23. september, 2014 - mg

Fyrsti Íslendingurinn í badminton á Special Olympics

Ómar Karvel Guðmundsson frá Suðureyri var fyrsti Íslendingurinn til að keppa í badminton á Evrópuleikum Special Olympics. Leikarnir fóru fram í Belgíu og hlaut Ómar Karvel fjórða sætið. Hann hefur verið valinn ásamt systur sinni til keppni í "unified" badminton en þar keppa fatlaðir með ófötluðum. Þeir leikar eru alþjóðaleikar SO í Los Angeles í Bandaríkjunum og fara fram árið 2015.
22. september, 2014 - mg

Brřndby Strand fer upp um eitt sćti eftir sigur á Greve 4

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, vann leik sinn gegn Greve 4 um helgina 9-4. Magnús lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Christian Toft og vann 21-19 og 21-8. Tvíliðaleikinn lék hann með Frank Johannsen og þeir unnu Martin Thorsager og Sebastian Magnussen 21-19 og 21-19. Liðsmenn Brøndby Strand unnu einnig báða tvenndarleikina, alla einliðaleiki karla og alla tvíliðaleiki karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og greve 4. Eftir þessa aðra umferð fer Brøndby Strand upp um eitt sæti og er nú í fjórða sæti riðilsins í Danmerkurseríunni en liðið spilar í öðrum riðli austurdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum í austri og fjórum í vestri. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsta viðureign Brøndby Strand er laugardaginn 20. september gegn Drive Kbh. 3.