Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

6 dagar, 16 klukkustundir
26. apríl 2014
10 dagar, 23 klukkustundir
30. apríl 2014
13 dagar, 16 klukkustundir
3. maí 2014
20 dagar, 17 klukkustundir
10. maí 2014
90 dagar, 18 klukkustundir
19. júlí 2014
7. apríl, 2014 - mg

Þátttakendur í Nordic Camp valdir

Badmintonsambönd Norðurlandanna halda æfingabúðir árlega um árabil sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum. Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar í Helsinki í Finnlandi. Formaður Afreks- og landsliðsnefndar hefur valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Atli Geir Alfreðsson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Eysteinn Högnason TBR, Þórður Skúlason BH, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Nordic Camp fer fram dagana 6. - 10. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum úr Evrópu. Sigurður Blöndal Hamri fer á þjálfaranámskeiðið og Anna Margrét Jóhannesdóttir verður fararstjóri krakkanna í ferðinni. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Nordic Camp á heimasíðu Badminton Europe.

7. apríl, 2014 - mg

Valið í Sumarskóla Badminton Europe

Valið hefur verið í hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í Evrópusumarskólann, Badminton Europe Summer School. Skólinn fer fram í Vejen í Danmörku dagana 19. - 26. júlí næstkomandi. Þetta er í 33. skipti sem skólinn fer fram. Hópinn skipa Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE. Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi auk þess sem einn fararstjóri fer með. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe 2014.

6. apríl, 2014 - mg

Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari

Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir TBR urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í tvenndarleik í sjöunda sinn. Með því urðu þau sigursælasta parið í tvenndarleik á Íslandsmeistaramóti. Þau unnu Atla Jóhannesson og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR 21-17 og 21-15. Með þessum titli tryggði Tinna sér þrefaldan Íslandsmeistaratitil en það gerði hún einnig árið 2009. Hún er ein átján einstaklinga sem hafa náð þessum árangri á tæplega 70 ára sögu Meistaramóts Íslands. Magnús Ingi náði þessum áfanga árið 2011.
6. apríl, 2014 - mg

Atli og Kári eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2014. Með því vann Kári sinn annan Íslandsmeistaratitil í dag. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra í tvíliðaleik. Þeir unnu Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR 21-19 og 21-9. Nú eru úrslit í tvenndarleik að hefjast en þar mæta systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR Atla Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR. Með sigri getur Tinna orðið þrefaldur Íslandsmeistari.
6. apríl, 2014 - mg

Erla Björg og Tinna eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Tinna Helgadóttir eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2014. Þær unnu Íslandsmeistarana frá því í fyrra, Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur, 21-11 og 21-14. Erla og Tinna urðu síðast Íslandsmeistarar í tvíliðaleik árið 2009. Nú eru í gangi úrslit í tvíliðaleik karla en þar mætast Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR og Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR.