Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

Í gangi
19. júlí 2014
11 dagar, 8 klukkustundir
6. ágúst 2014
15 dagar, 6 klukkustundir
10. ágúst 2014
30 dagar, 6 klukkustundir
25. ágúst 2014
41 dagar, 14 klukkustundir
5. september 2014
21. júlí, 2014 - mg

Sumarskóli Badminton Europe í fullum gangi

Á laugardaginn, 19. júlí, hófst Sumarskóli Badminton Europe, sem að þessu sinni er haldinn í Danmörku.
Sex þátttakendur fóru frá Íslandi, Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Helgi Jóhannesson, nýráðinn unglingalandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins er á þjálfaranámskeiði sem verður haldið um leið og skólinn fer fram ásamt Árna Haraldssyni sem jafnframt er fararstjóri íslenska hópsins. "Women in badminton" var með fyrirlestur í skólanum um mismunandi þjálfun kynjanna, sálfræði, þjálun barna og fleira. Alls taka um 54 leikmenn þátt í skólanum, 24 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og sjö starfsmenn starfa við skólann. Íslenski hópurinn flaug til Billund á laugardagsmorguninn. Sumarskólanum lýkur á laugardagsmorguninn en þá fer íslenski hópurinn í Legoland á leið sinni aftur heim til Íslands. Hægt er að fylgjast með fréttum úr skólanum á heimasíðu Badminton Europe, www.badmintoneurope.com. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.

19. júlí, 2014 - mg

Frímann Ari og Helgi ráđnir landsliđsţjálfarar í badminton

Badmintonsamband Íslands hefur ráðið til starfa tvo landsliðsþjálfara sem taka nú þegar við þjálfun landsliða í badminton. Frímann Ari Ferdinandsson mun sjá um þjálfun A-landsliðsins og Helgi Jóhannesson mun sjá um þjálfun unglingalandsliðanna. Frímann Ari Ferdinandsson er íþróttafræðingur að mennt og hefur lokið ýmsum þjálfaranámskeiðum í badminton. Hann hefur komið að þjálfun í badminton síðan 1990 og m.a. verið unglingalandsliðsþjálfari og aðstoðarlandsliðsþjálfari. Þá hefur hann sinnt fræðslumálum fyrir BSÍ um árabil. Helgi Jóhannesson hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í einliðaleik, 10 sinnum í tvíliðaleik og tvisvar í tvenndarleik. Hann hefur tekið námskeið í þjálfun í badminton og sækir nú námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár. Badmintonsamband Íslands óskar Frímanni Ara og Helga til hamingju með stöðurnar.

 

27. júní, 2014 - mg

Glćsilegur árangur TBR í Evrópukeppni félagsliđa

TBR lauk keppni rétt í þessu eftir að hafa komist í átta liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða sem er glæsilegur árangur. Í morgun féll liðið úr keppni eftir leik gegn geysisterku liði frá Rússlandi, Primorye Vladivostok sem vann leikinn 4-0. Rússneska liðið fékk fyrstu röðin í mótið. Jónas Baldursson lék gegn Nikita Khakimov og tapaði 6-21 og 9-21. Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Olga Golovanova og tapaði 4-21 og 10-21. Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen léku tvíliðaleik gegn Evgeny Dremin og Sergey Lunev og töpuðu 9-21 og 7-21. Að lokum léku Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir tvíliðaleik gegn Nina Vislova og Yeqi Zhang og töpuðu 7-21 og 6-21. Með því lék leiknum með sigri þeirra rússnesku 4-0. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.
27. júní, 2014 - mg

Verđur stigakerfi í badminton breytt?

Alþjóðlega badmintonsambandið (BWF) setti fram hugmynd á ársþingi sínu í maí síðastliðnum að kanna áhuga á að breyta stigakerfi í badminton. Með breytingunni yrði ekki spilaðar tvær til þrjár lotur upp í 21 heldur yrðu spilaðar þrjár til fimm lotur upp í 11. Til að vinna leik þarf leikmaður þá að vinna a.m.k. þrjár lotur. „Tillagan um 5x11 var sett fram til að leikurinn verði meira spennandi og taki minni tíma" segir Poul-Erik Höyer forseti alþjóða badmintonsambandsins. Nú hefur verið ákveðið að prófa þetta leikkerfi á nokkrum alþjóðlegum mótum frá ágúst til nóvember 2014. Í kjölfar þess verður málið tekur fyrir hjá stjórn BWF og tekin ákvörðun um hvort leggja eigi til að breyta stigakerfinu í badminton. Hægt er að lesa meira um málið á síðu evrópska badmintonsambandsins með því að smella hér.

26. júní, 2014 - mg

TBR komiđ í átta liđa úrslit í Evrópukeppni félagsliđa

Seinni leikur TBR í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða fór fram í dag í Frakklandi. TBR vann flottan sigur á spænska liðið Recreativo les La Orden 5-2. TBR mætti sama liði í fyrra í Evrópukeppni félagsliða og tapaði þá 2-5. Margrét Jóhannsdóttir spilaði fyrsta einliðaleik kvenna gegn Belen Rodriguez og vann 21-10 og 21-10. Jónas Baldursson spilaði fyrsta einliðaleik karla gegn Pablo Abian og tapaði 4-21 og 5-21. Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir unnu tvíliðaleik kvenna mjög örugglega 21-8 og 21-7 en þær mættu Belen Rodriguez og Cinta Esquivel. Fyrri lotan í tvíiðaleik karla sem Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen spiluðu gegn Adrian Marquez og Eliezer Ojeda var mjög spennandi og jafnt á nánast öllum stigum til 29-29. Atli og Daníel unnu síðasta stigið og unnu lotuna. Seinni lotan var öllu auðveldari fyrir þá félaga sem luku henni með sigri 21-13. Tvenndarleikinn léku Kristófer Darri Finnsson og Rakel Jóhannesdóttir. Þau mættu Pablo Abian og Haidee Ojeda og töpuðu 12-21 og 14-21. Atli Jóhannesson spilaði annan tvíliðaleik karla gegn Eliezer Ojeda og vann eftir oddalotu 19-21, 21-14 og 21-12. Sara Högnadóttir spilaði annan einliðaleik kvenna gegn Haidee Ojeda og vann einnig eftir oddalotu 21-16, 15-21 og 21-7. Leiknum lauk því eins og áður sagði með sigri TBR 5-2. Eftir að allir leikir í riðlinum hafa verið spilaðir endaði TBR í öðru sæti riðilsins en hollenska liðið Van Zundert VELO vann riðilinn með þrjú stig, einu meira en TBR sem endaði með tvö stig. Tvö lið fara upp úr riðlunum þremur og TBR er því komið í átta liða úrslit og mætir á morgun rússneska liðinu Primorye Vladivostok sem var fékk fyrstu röðun inn í keppnina. Leikurinn fer fram í fyrramálið klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.