Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

1 dagar, 9 klukkustundir
1. oktober 2016
8 dagar, 10 klukkustundir
8. oktober 2016
15 dagar, 10 klukkustundir
15. oktober 2016
22 dagar, 10 klukkustundir
22. oktober 2016
29 dagar, 9 klukkustundir
29. oktober 2016
29. september, 2016 - mg

Hvidovre 2 fór upp um eitt sćti eftir ađra umferđ

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti annan leik vetrarins um helgina. Leikurinn var gegn Herlev badminton. Hvidovre 2 tapaði 6-7. Drífa lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Kristian Holm og Katrine Amdi Jensen. Drífa og Poulsen unnu 21-17 og 26-24. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Kamilla Vinther og Katrine Amdi Jensen. Drífa og Seiersen unnu 21-14 og 21-17. Hvidovre 2 vann einnig annan einliðaleik kvenna, annan og þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Herlev Badminton. Eftir aðra umferðina fer Hvidovre 2 upp um eitt sæti og er nú í sjöunda sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Charlottenlund laugardaginn 8. október.

29. september, 2016 - mg

Drive 2 tapađi fyrir Solrřd Stand 4

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið er í riðli 4 í þriðju deild í Danmörku. Drive 2 mætti Solrød Stand 4 í öðrum leik vetrarins og tapaði 6-7. Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hann með Lea Elm Jensen gegn Jakob Poulsen og Tina Reese Sørensen. Þau unnu 21-14 og 21-15. Tvíliðaleikinn lék hann með Thomas Nielsen. Þeir mættu Jesper Mikkelsen og Malte Thyregod. Magnús og Nielsen unnu 21-18 og 21-16. Drive 2 vann auk annars tvíliðaleiks karla og fyrsta tvenndarleiks fyrsta, annan og fjóra einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureigna Drive 2 og Solrød Stand 4. Eftir fyrstu umferðina fellur Drive 2 í áttunda og síðasta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur Drive 2 er laugardaginn 8. október gegn Slagelse.

26. september, 2016 - mg

Landsliđsćfingar um helgina

A-landsliðshópur og Afrekshópur æfa næstkomandi helgi í TBR. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari sjá um æfingarnar. Dagskrá helgarinnar er með eftirfarandi hætti: Föstudagur: 15-17 Afrekshópur bóklegt, 17:30-20 Æfing A-hópur. Laugardagur: 9-11 Afrekshópur, 12:30-14:30 Stelpur A-hópur, 15-17 Strákar A-hópur, 17- Afrekshópur teambuilding. Sunnudagur: 10-12 Æfing A-hópur, 13-15 HM-unglinga lið, 16:30-17 Afrekshópur. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á A-landsliðsæfingar: Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Atli Tómasson TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH, Róbert Þór Henn TBR, Daniel Thomsen TBR, Sigurður Eðvard Ólafsson BH, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Tómas Andri Jörgensson ÍA.

Margrét Jóhannsdóttir TBR
Sigríður Árnadóttir TBR
Harpa Hilmisdóttir BH
Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Þórunn Eylands TBR
Alda Karen Jónsdóttir TBR
Anna Margrét Guðmundsdóttir BH
Erla Björg Hafsteinsdóttir BH
Úlfheiður Embla Blöndal ÍA
Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH

Ef einhver leikmaður kemst ekki er viðkomandi beðinn um að láta Tinnu vita. Netfangið hennar er tinnah@badminton.is

26. september, 2016 - mg

Úrslit Atlamóts ÍA

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina. Í meistaraflokki vann Róbert Þór Henn TBR Kristófer Darra Finnsson TBR í úrslitum einliðaleiks karla 21-16 og 21-17. Í einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir. Hún vann í úrslitum Hörpu Hilmisdóttur BH 21-18 og 21-12. Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR Róbert Inga Huldarsson og Tomas Dovydaitis BH í úrslitum 21-6 og 21-18. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Anna Marrgét Guðmundsdóttir og Harpa Hilmisdóttir BH. Þær unnu Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands TBR í úrslitum eftir oddalotu 11-21, 21-9 og 21-14. Í tvenndarleik sigurðu Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir BH er þau unnu í úrslitum Róbert Inga Huldarsson og Önnu Margréti Guðmundsdóttur BH 21-18 og 21-14. Í A-flokki sigraði Haukur Gylfi Gíslason Samherjum í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Einar Sverrisson TBR 21-12 og 21-16. Í einliðaleik kvenna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH sem vann eftir oddalotu Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH 15-21, 22-20 og 21-16. Í tvíliðaleik karla unnu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum. Þeir unnu Andra Broddason og Einar Sverrisson TBR 21-13 og 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttur ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS þær unnu Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar BH eftir oddalotu í hörkuspennandi leik 11-21, 21-19 og 21-17. Í tvenndarleik sigruðu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Elín Ósk Traustadóttur BH. Þau unnu Bjarna Þór Sverrisson TBR og Hörpy Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA 21-17 og 21-16.
Í B-flokki vann Brynjar Már Ellertsson ÍA einliðaleik karla. Hann sigraði í úrslitum Elís Þór Dansson TBR 21-16 og 21-13. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli og Björk Orradóttir TBR stóð uppi sem sigurvegari. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA. Þeir unnu í úrslitum Brynjar Má Ellertsson og Tómas Andra Jörgensson ÍA eftir oddalotu 19-21, 21-14 og 21-17. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Tómas Andri Jörgensson og Irena Rut Jónsdóttir ÍA sem sigruðu í úrslitum Brynjar Má Elletsson ÍA og Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS 21-19 og 21-11.
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.
23. september, 2016 - mg

U19 landsliđ Íslands valiđ fyrir HM U19 ungmenna

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt í Heimsmeistaramóti U19 ungmenna sem fer fram í Bilbao á Spáni dagana 2. - 13. nóvember næstkomandi. Mótið er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Liðakeppnin fer fram 2. - 6. nNóvember og einstaklingskeppnin 8. - 13. nóvember. Íslenska U19 landsliðið skipa Atli Tómasson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR (búsett í Noregi) og Þórunn Eylands TBR. Dregið verður í liðakeppnina 12. október og í einstaklingskeppnina 6. nóvember.