Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

1 dagar, 19 klukkustundir
27. nóvember 2015
3 dagar, 9 klukkustundir
29. nóvember 2015
3 dagar, 9 klukkustundir
29. nóvember 2015
9 dagar, 9 klukkustundir
5. desember 2015
15 dagar, 19 klukkustundir
11. desember 2015
24. nóvember, 2015 - mg

SET-mót KR er á sunnudaginn

SETmót KR verður á sunnudaginn en mótið er hluti af Dominos mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Alls taka 47 keppendur þátt í mótinu frá sex félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR og UMF Þór. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu. Mótið hefst klukkan 9 á sunnudaginn og áætlað að því ljúki um klukkan 18. Mótið fer fram í KR heimilinu við Frostaskjól.

23. nóvember, 2015 - mg

U17 - U19 landsliðsæfing á föstudaginn

U17-U19 landsliðsæfing á föstudaginn í TBR frá klukkan 19:20 - 21:00. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna:U17: Frá TBR:Daníel Ísak Steinarsson, Eysteinn Högnason, Einar Sverrisson, Bjarni Þór Sverrisson, Elís Þór Dansson, Freyr Hlynsson, Andrea Nilsdóttir, Erna Katrín Pétursdóttir og Þórunn Eylands. Frá ÍA: Símon Orri Jóhannsson, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir. Frá Aftureldingu: Kristinn Breki Hauksson. Frá BH: Þórður Skúlason. Frá TBS: Sigríður Ása Guðmarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Frá UMF Þór: Berglind Dan Róbertsdóttir. U19: Frá TBR: ,Kristófer Darri Finnsson, Pálmi Guðfinnsson, Davíð Bjarni Björnsson, Davíð Phuong, Atli Tómasson, Andri Árnason, Arna Karen Jóhannsdóttir, Margrét Nilsdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir. Frá ÍA: Elvar Már Sturlaugsson. Frá BH: Róbert Ingi Huldarsson, Sigurður Eðvarð Ólafsson, Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir. Frá Samherjum: Haukur Gylfi Gíslason.
23. nóvember, 2015 - mg

Úrslit Unglingamóts Aftureldingar

Unglingamót Aftureldingar var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Gústav Nilsson TBR í úrslitum Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 21-8 og 21-8 í einliðaleik hnokka. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum 21-7 og 21-8 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Hákon Daði Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH Gústav Nilsson og Guðmund Hermann Lárusson TBR í úrslitum 21-15 og 21-15. Í tvíliðaleik táta unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR í úrslitum Karen Guðmundsdóttur BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-19 og 21-15. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Lilja Berglind Harðardóttir BH en þau sigruðu í úrslitum Tristan Sölva Jóhannsson og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-6 og 21-9. Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í úrslitum Andra Broddason TBR 21-12 og 21-10 í einliðaleik sveina. Halla María Gústafsdóttir BH vann í úrslitum Karolinu Prus KR 21-14 og 22-20 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR en þeir unnu í úrslitum Andra Broddason og Baldur Einarsson TBR 21-11 og 21-7. Í tvíliðaleik meyja unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA í úrslitum Sigríði Ásu Guðmarsdóttur og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS eftir oddalotu 18-21, 21-12 og 21-13. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Þau unnu í úrslitum Davíð Örn Harðarson og Kötlu Kristínu Ófeigsdóttur ÍA 22-20 og 22-20. Brynjar Már vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR en hann vann í úrslitum Elís Þór Dansson TBR 21-17 og 21-18 í einliðaleik drengja. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA vann í einliðaleik telpna en hún mætti í úrslitum Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS og vann 21-11 og 21-7. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR Bjarna Þór Sverrisson og Eystein Högnason TBR í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 23-21 og 21-18. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Sigríði Ásu Guðmarsdóttur og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS eftir oddalotu 18-21, 21-12 og 21-13. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR eftir sigur á Einari Sverrissyni og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 21-13, 16-21 og 23-21. Daníel Ísak vann þrefalt á mótinu. Í flokki U19 vann Atli Tómasson TBR Sigurð Eðvarð Ólafsson BH í úrslitum eftir æsispennandi oddalotu 19-21, 21-15 og 23-21 í einliðaleik pilta. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna en keppt var í riðli í greininni. Í tvíliðaleik pilta unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH. Keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik stúlkna unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Þær unnu Elvu Karen Júlíusdóttur UMF Þór og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-6 og 21-14. Í tvenndarleik í flokki U19 unnu Atli Tómasson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR en þau unnu Elvar Má Sturlaugsson og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur eftir oddalotu 21-14, 24-26 og 21-11. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti Aftureldingar. Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er Jólamót unglinga 19. desember næstkomandi.
19. nóvember, 2015 - mg

Unglingamót Aftureldingar er um helgina

Unglingamót Aftureldingar verður um helgina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Mótið hefst klukkan 9 á laugardag með leikjum í flokki U13. Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur í mótinu eru 121 talsins frá níu félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR, TBS, Samherjum, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.
17. nóvember, 2015 - mg

Værløse 2 heldur sér í fjórða sæti þrátt fyrir tap

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 en liðið spilar í fyrstu deildinni í Danmörku. Liðið mætti Solrød Strand 2 í fimmta leik vetrarins. Værløse 2 tapaði 6-7. Tinna spilaði fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Rene Mattisson gegn Theis Christiansen og Maja Rindshøj. Tinna og Mattisson unnu eftir æsispennandi oddalotu 21-15, 10-21 og 25-23. Tvíliðaleikinn lék Tinna með Anna Thea Madsen gegn Johanna Magnusson og Emma Karlsson. Tinna og Madsen unnu eftir oddalotu 15-21, 21-11 og 21-6. Værløse2 vann einnig seinni tvenndarleikinn, báða einliðaleiki kvenna og seinni tvíliðaleik kvenna.
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Værløse2 og Solrød Strand 2. Eftir fimmtu umferð er Værløse 2 áfram í fjórða sæti deildarinnar með átta stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni. Næsti leikur Værløse2 er gegn Aalborg Triton þriðjudaginn 8. desember.