Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

2 dagar, 10 klukkustundir
26. apríl 2014
6 dagar, 17 klukkustundir
30. apríl 2014
9 dagar, 10 klukkustundir
3. maí 2014
16 dagar, 11 klukkustundir
10. maí 2014
86 dagar, 12 klukkustundir
19. júlí 2014
23. apríl, 2014 - mg

Færslur á milli flokka

Færslur á milli flokka verða eftirfarandi fyrir komandi keppnistímabil: Í A-flokk færast Margrét Dís Stefánsdóttir TBR, Andri Árnason TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Kári Georgsson Aftureldingu, Róbert Ingi Huldarsson BH og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Í Meistaraflokk færast Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Umræða um fræslu á milli flokka fer fram tvisvar á ári, í janúar og í júní. Til að eiga færsla leikmanna á milli A-flokks og Meistaraflokks komi til umræðu þarf viðkomandi leikmaður að vera einn af átta efstu á styrkleikalista BSÍ í einliðaleik auk þess að hafa komist að minnsta kosti tvisvar í úrslit á síðastliðnum 12 mánuðum. Ef leikmaður vinnur þrjú mót í tvíliða- eða tvenndarleik kemur færsla á milli flokka einnig til umræðu. Smellið hér til að sjá flokkaskiptingar.

22. apríl, 2014 - mg

Göteborg BK 2 fór upp um eitt sæti og endaði í þriðja sæti

Göteborg BK 2, lið Karitasar Óskar Ólafsdóttur í miðriðli fyrstu deildarinnar í Svíþjóð, mætti Team Östgöta í síðustu umferð deildarinnar og vann 5-3. Karitas Ósk spilaði ekki í þessari umferð fyrir lið sitt. Göteborg BK 2 vann báða tvíliðaleiki karla og alla þrjá einliðaleiki karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Göteborg BK 2 og Team Östgöta. Eftir þessa síðustu umferð endaði Göteborg BK 2 í þriðja sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í miðriðlinum.

22. apríl, 2014 - mg

Täby 2 endaði í fjórða sæti

Täby 2, lið Einars Óskarssonar í norðurriðli fyrstu deildarinnar í Svíþjóð, mætti Skogås BK 2 í síðasta leik sínum á tímabilinu. Viðureignin endaði með jafntefli 4-4. Einar spilaði þriðja einliðaleik karla og tvenndarleik fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hann með Ella Söderström gegn Tobias Kruseborn og Kolaco Kourouma. Einar og Söderström töpuðu 14-21 og 15-21. Einliðaleikinn lék Einar gegn Fredrik Flink og vann 21-18 og 21-10. Täby 2 vann fyrsta einliðaleik karla og tvíliðaleik karla. Þá fékk Täby 2 gefinn tvíliðaleik kvenna. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Täby 2 og Skogås BK 2. Eftir þessa síðustu umferð endaði Täby 2 í fjórða sæti norðurriðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í norðurriðlinum.

7. apríl, 2014 - mg

Þátttakendur í Nordic Camp valdir

Badmintonsambönd Norðurlandanna halda æfingabúðir árlega um árabil sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum. Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar í Helsinki í Finnlandi. Formaður Afreks- og landsliðsnefndar hefur valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Atli Geir Alfreðsson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Eysteinn Högnason TBR, Þórður Skúlason BH, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Nordic Camp fer fram dagana 6. - 10. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum úr Evrópu. Sigurður Blöndal Hamri fer á þjálfaranámskeiðið og Anna Margrét Jóhannesdóttir verður fararstjóri krakkanna í ferðinni. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Nordic Camp á heimasíðu Badminton Europe.

7. apríl, 2014 - mg

Valið í Sumarskóla Badminton Europe

Valið hefur verið í hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í Evrópusumarskólann, Badminton Europe Summer School. Skólinn fer fram í Vejen í Danmörku dagana 19. - 26. júlí næstkomandi. Þetta er í 33. skipti sem skólinn fer fram. Hópinn skipa Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE. Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi auk þess sem einn fararstjóri fer með. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe 2014.