Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

1 dagar, 2 klukkustundir
20. desember 2014
9 dagar, 3 klukkustundir
28. desember 2014
9 dagar, 10 klukkustundir
28. desember 2014
15 dagar, 2 klukkustundir
3. janúar 2015
21 dagar, 11 klukkustundir
9. janúar 2015
17. desember, 2014 - mg

Jólamót unglinga er á laugardaginn

Jólamót unglinga verður haldið í TBR á laugardaginn. Mótið, sem er einliðaleiksmót, er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Alls eru 101 keppandi skráður til leiks frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR, Samherjum og UMF Þór. Mótið hefst klukkan 10 með leikjum í einliðaleik hnokka og sveina. Áætluð leikslok eru um klukkan 15. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Jólamóti unglinga.

12. desember, 2014 - mg

Kári og Tinna eru badmintonfólk ársins

Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2014. Tinna og Kári fá viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands laugardaginn 3. janúar ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri munu Samtök Íþróttafréttamanna krýna Íþróttamann ársins. Kári og Tinna urðu bæði Íslandsmeistarar í einliða- og tvíliðaleik á árinu 2014 auk þess sem Tinna varð einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt bróður sínum. Með því varð Tinna þrefaldur Íslandsmeistari. Eftirfarandi er samantekt á helstu afrekum badmintonfólks ársins 2014. Badmintonmaður ársins 2014 er Kári Gunnarsson úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur og Københavns Badminton Klub. Kári Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliðaleik þriðja árið í röð og í tvíliðaleik ásamt Atla Jóhannessyni. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni karlalandsliða í Sviss á árinu og í forkeppni Evrópukeppni landsliða á Íslandi í nóvember síðastliðnum. Hann átti þar mjög góða leiki og vann einliðaleik og tvíliðaleik sem hann lék í keppninni fyrir Íslands hönd. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann, einn íslensku leikmannanna beint inn í aðalkeppni einliðaleiks karla. Kári hefur á árinu keppt á alþjóðlegu móti í Wales og stefnir á að keppa á Alþjóðlega sænska mótinu í janúar. Kári er búsettur í Danmörku og spilar með Københavns Badminton Klub sem er í dönsku þriðju deildinni og er nú í öðru sæti riðilsins en þriðja deildin spilar í fjórum riðlum. Á árinu 2014 kom Kári landsins til að keppa á Meistaramóti TBR og TBR Opið og vann þau bæði auk þess sem hann keppti á Meistaramóti Íslands.

Badmintonkona ársins 2014 er Tinna Helgadóttir úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur og Værløse í Danmörku. Tinna varð þrefaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2014, í einliðaleik og tvíliðaleik með Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH og í tvenndarleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik, en hún hampaði titilinum árin 2009, 2013 og 2014. Tinna og Erla Björg urðu einnig Íslandsmeistarar í tvíliðaleik árið 2009. Þá hefur Tinna hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013-2014 og með þessum titli urðu þau systkinin sigursælasta parið í tvenndarleik á Íslandsmótum. Tinna varð líka þrefaldur Íslandsmeistari árið 2009 og er ein átján einstaklinga sem hefur náð þessum árangri. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik og vann allar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún spilar með Værløse 3 og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse 3 spilar í dönsku annarri deildinni og er nú í fjórða sæti riðilsins en spilað er í tveimur riðlum í annarri deild. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni kvennalandsliða í Sviss á árinu. Þar vann hún einliðaleik gegn Clara Azurmendi frá Spáni og tvíliðaleik ásamt Snjólaugu Jóhannsdóttur. Kára og Tinnu er óskað til hamingju með þennan titil.

8. desember, 2014 - mg

Vćrlřse 3 vann leik sinn um helgina gegn Drive Kbh.

Værløse 3, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Drive Kbh. um helgina og vann 8-5. Tinna lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Mikkel Møller Rasmissen og Katrine Kristensen. Tinna og Paulsen unnu 23-21og 21-19.  Tvíliðaleikinn lék hún með Mai Surrow og þær unnu Katrine Kristensen og Ida Holte Thorius eftir oddalotu 16-21, 21-17 og 21-14. Liðsmenn Værløse 3 unnu einnig annan tvenndarleikinn, fyrri einliðaleik kvenna, annan einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Værløse 3 og Drive Kbh. Eftir þessa sjöttu umferð er Værløse 3 áfram í fjórða sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Þetta var síðasti leikur Værløse 3 á árinu en næsta viðureign er laugardaginn 10. janúar gegn Holte.

8. desember, 2014 - mg

Brřndby Strand áfram í fjórđa sćti riđilsins

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, tapaði leik sínum gegn Holbæk 3 um helgina 6-7. Magnús lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Anders Rasmussen og tapaði eftir oddalotu 15-21, 21-14 og 18-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Frank Johannsen og þeir unnu Mikkel Kaiser og Jakob Lindquist 21-11 og 21-17. Liðsmenn Brøndby Strand unnu einnig fyrri tvenndarleikinn, annan og fjórða einliðaleik karla og alla tvíliðaleiki karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Holbæk 3. Eftir þessa sjöttu umferð er Brøndby Strand áfram í fjórða sæti riðilsins í Danmerkurseríunni en liðið spilar í öðrum riðli austurdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum í austri og fjórum í vestri. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Þetta var síðasti leikur Brøndby Strand á árinu en næsta viðureign er laugardaginn 10. janúar gegn Herlev Badminton.

8. desember, 2014 - mg

Taastrup Elite vermir enn botninn

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Gentofte 2 um helgina og tapaði 3-10. Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn gegn Nicolai Müller og Maria Thorberg. Drífa og Laybourn töpuðu eftir oddalotu 21-9, 15-21 og 18-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Mette Ring og þær töpuðu fyrir Sofie Holmboe Dahl og Kristina Suhr Olsen 19-21 og 21-23. Liðsmenn Taastrup Elite unnu fyrsta og annan einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla.  Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Gentofte 2. Eftir þessa sjöttu umferð er Taastrup Elite enn í áttunda og neðsta sæti annars riðils annarrar deildar með engan leik unninn en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Þetta var síðasti leikur Taastrup Elite á árinu en næsta viðureign er laugardaginn 10. janúar gegn Skovshoved 2.