Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

3 dagar, 15 klukkustundir
26. janúar 2017
12 dagar, 1 klukkustundir
3. febrúar 2017
12 dagar, 14 klukkustundir
4. febrúar 2017
18 dagar, 23 klukkustundir
10. febrúar 2017
19 dagar, 15 klukkustundir
11. febrúar 2017
20. janúar, 2017 - mg

Færslur á milli flokka

Færslur á milli flokka verða eftirfarandi nú í janúar 2017: Í A-flokk færast: Elís Þór Dansson TBR og  Heiðar Sigurjónsson BH. Umræða um færslu á milli flokka fer fram tvisvar á ári, í janúar og að vori. Til að eiga færsla leikmanna á milli A-flokks og Meistaraflokks komi til umræðu þarf viðkomandi leikmaður að vera einn af átta efstu á styrkleikalista BSÍ í einliðaleik auk þess að hafa komist að minnsta kosti tvisvar í úrslit á síðastliðnum 12 mánuðum. Ef leikmaður vinnur þrjú mót í tvíliða- eða tvenndarleik kemur færsla á milli flokka einnig til umræðu. Smellið hér til að sjá flokkaskiptingar.
19. janúar, 2017 - mg

Valið í Afrekshóp Badmintonsambandsins

Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson landsliðsþjálfarar hafa valið í Afrekshóp Badmintonsambandsins. Valið gildir til júní 2017. Eftirtaldir leikmenn voru valdir í hópinn: Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Þórunn Eylands TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR. Breytingin frá vali fyrir áramót er sú að Daníel Jóhannessyni hefur verið bætt í hópinn.

16. janúar, 2017 - mg

Hvidovre 2 endaði í fimmta sæti riðilsins

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti síðasta leikinn í riðlinum um helgina. Leikurinn var gegn Badminton Roskilde sem vann 8-5. Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Jeppe Ludvigsen og Petra Ulriksen. Drífa og Poulsen unnu 21-18, 21-14. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Rikke Madsen og Julie Frost Andersen. Drífa og Seiersen unnu 21-15, 22-20. Hvidovre 2 vann auk leikja Drífu fyrsta einliðaleik kvenna, annan einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Badminton Roskilde. Eftir þessa síðustu umferð riðilsins endar Hvidovre 2 í fimmta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá lokastöðuna í riðlinum. Liðið spilar því á vorönn um hvaða lið falla niður úr þriðju deild og mun spila í sama riðli og Drive 2 sem Magnús Ingi Helgason spilar með. Fyrsti leikur liðsins í þeim riðli er laugardaginn 28. janúar gegn Greve 3.

16. janúar, 2017 - mg

Drive 2 endaði í sjötta sæti riðilsins

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið er í riðli 4 í þriðju deild í Danmörku. Drive 2 mætti Karlslundi í síðasta leiknum í riðlinum og tapaði 3-10. Magnús Ingi lék anna tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt í þessum leik. Tvenndarleikinn lék Magnús Ingi með Lea Elm Jensen gegn Kim Nielsen og Mia Lentfer. Magnús og Jensen töpuðu 20-22, 17-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Christian Westergaard Nielsen. Þeir mættu Gregers Schytt og Kennerh Mogensen sem unnu 21-19, 21-18. Drive 2 vann annan og fjórða einliðaleik karla auk annars tvíliðaleiks kvenna. Smellið hér til að sjá úrslit viðureigna Drive 2 og Karlslunde. Eftir alla leiki riðilsins endar Drive 2 í sjötta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá lokastöðuna í riðlinum. Drive 2 mun nú á vorönn spila um hvort liðið falli úr þriðju deild. Næsti leikur liðsins er laugardaginn 28. janúar gegn Charlottenlund.

16. janúar, 2017 - mg

U19-A landsliðsæfing á föstudaginn

U19 og A-landsliðsæfing verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U19+A:Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Róbert Þór Henn TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH, Sigurður Eðvarð Ólafsson BH, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Andrea Nilsdóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is