Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

11 dagar, 23 klukkustundir
7. apríl 2017
33 dagar, 15 klukkustundir
29. apríl 2017
40 dagar, 15 klukkustundir
6. maí 2017
22. mars, 2017 - mg

Valiđ í Sumarskólann

Landsliðsþjálfararnir Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson hafa valið hópinn sem fer í Sumarskóla Badminton Europe. Skólinn er árlegt verkefni á vegum Badminton Europe og fer að þessu sinni fram í Podcetrtek í Slóveníu dagana 8. - 15. júlí næstkomandi. Þetta er í 36. skipti sem skólinn er haldinn. Hópinn skipa Brynjar Már Ellertsson ÍA, Andri Broddason TBR, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Í ár taka 46 leikmenn þátt frá 15 löndum. Þjálfaranámskeið er haldið á sama tíma á vegum BE. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fer sem fararstjóri íslenska hópsins og er einnig þátttakandi á þjálfaranámskeiðinu. 24 þjálfarar taka þátt í þjálfaranámskeiðinu og þeir koma frá 15 löndum. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.
20. mars, 2017 - mg

U19-A landsliđsćfing á föstudaginn

U19 og A-landsliðsæfing verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U19+A: Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Róbert Þór Henn TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH, Sigurður Eðvarð Ólafsson BH, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, Anna Margrét Guðmundsdóttir BH, Andrea Nilsdóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is
19. mars, 2017 - mg

Reykjavíkurmeistarar 2017

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki stóð Kristófer Darri Finnsson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla er hann vann í úrslitum Róbert Þór Henn TBR eftir oddalotu 13-21, 21-19, 21-13. Harpa Hilmisdóttir BH er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna en spilað var í riðli í greininni. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla eftir sigur á Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR eftir oddalotu í úrslitaleik 21-14, 19-21, 21-17. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Davíð Bjarni Björnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Þau fengu úrslitaleik gegn Daníel Jóhannessyni og Sigríði Árnadóttur TBR gefinn.
Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson eru tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Í A-flokki sigraði Jón Sigurðsson TBR Einar Sverrisson TBR í úrslitum í einliðaleik karla 21-17, 21-11. Halla María Gústafsdóttir BH vann Unu Hrund Örvar BH í einliðaleik í A-flokki 21-18, 21-11. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson TBR eftir sigur á Geir Svanbjörnssyni TBR og Þórhalli Einissyni Hamri í úrslitum 21-11, 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Dís Stefánsdóttur TBR og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-15, 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Þau unnu í úrslitum Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR eftir oddalotu 12-21, 23-21, 21-19. Jón Sigurðsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari. Andri Broddason TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki eftir sigur á Agli Þór Magnússyni Aftureldingu eftir oddalotu 21-14, 21-23, 22-20. Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en hún sigraði í úrslitum Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS 21-19, 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Brynjar Már Ellertsson og Tómas Andri Jörgensson ÍA en þeir unnu í úrslitum Egil Magnússon og Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu 21-3, 21-14. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS og Irena Rut Jónsdóttir ÍA en þær unnu Önnu Alexöndru Petersen og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 23-21, 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS en þau unnu Andra Broddason og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR í úrslitum 21-16, 21-14.
Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS eru tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna. Myndir frá Reykjavíkurmótinu má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.
Síðasta mót vetrarins er Meistaramót Íslands sem verður haldið í TBR helgina 7. - 9. apríl næstkomandi.
17. mars, 2017 - mg

Reykjavíkurmót fullorđinna er um helgina

Reykjavíkurmót fullorðinna verður haldið í TBR húsinu við Gnoðarvog um helgina. Mótið, sem hefst klukkan á laugardaginn, er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista BSÍ. Keppendur á mótinu eru 68 talsins frá fimm félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA og TBR. Keppt verður í riðlum í einliðaleik en í útsláttarkeppni í tvíliða- og tvenndarleik. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Reykjavíkurmóti fullorðinna.

17. mars, 2017 - mg

Íslandsmóti unglingaliđa frestađ

Vegna ónægrar þátttöku er Íslandsmóti unglingaliða, sem halda átti um næstu helgi, frestað. Stefnt er að því að halda mótið í haust. Þá verður keppt í flokkum U11A, U11B, U13A, U13B, U15A, U15B, U17A og U17B. Mótið er sett upp eins og Deildakeppni Badmintonsambandsins og hefur þótt mjög skemmtilegt. Við vonumst til að fleiri sjái sér fært að mæta í haust og að mótið verði skemmtilegt fyrir keppendur.