Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

Í gangi
22. nóvember 2014
5 dagar, 3 klukkustundir
28. nóvember 2014
5 dagar, 18 klukkustundir
29. nóvember 2014
5 dagar, 20 klukkustundir
29. nóvember 2014
12 dagar, 18 klukkustundir
6. desember 2014
20. nóvember, 2014 - mg

Sara tók þátt í Alþjóðlega finnska mótinu

Sara Högnadóttir tók þátt í Alþjóðlega finnska mótinu í dag. Hún hóf keppni í undankeppni í einliðaleik. Fyrsti leikur hennar var gegn Noora Ahola frá Finnlandi en Sara vann 23-21 og 21-14. Annar leikur Söru var gegn Sale - Liis Teesalu frá Eistlandi. Sara vann þann leik eftir oddalotu 21-17, 14-21 og 21-18. Nú rétt í þessu lék Sara þriðja leik sinn í dag, gegn Aliye Demirbag frá Tyrklandi. Sara tapaði þeim leik mjög naumlega 21-19 og 21-19 og hefur því lokið keppni í Alþjóðlega finnska mótinu. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á mótinu.

20. nóvember, 2014 - mg

Unglingamót Aftureldingar er um helgina

Unglingamót Aftureldingar verður um helgina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Mótið hefst klukkan 9 á laugardag með leikjum í flokki U13 og svo í flokki U15. Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga. Þátttakendur eru 105 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

18. nóvember, 2014 - mg

Brøndby Strand fellur um tvö sæti milli umferða

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, tapaði leik sínum gegn Amager ABC um helgina 5-8. Magnús lék annan einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Jonas Arly Rasmussen og vann 21-19 og 21-9. Tvíliðaleikinn lék hann með Frank Johannsen og þeir unnu Jesper Mikkelsen og Michael Würtz eftir oddalotu 21-15, 22-24 og 21-13. Liðsmenn Brøndby Strand unnu einnig fyrri tvenndarleikinn, þriðja einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Strand og Amager ABC. Eftir þessa fimmtu umferð fellur Brøndby Strand um tvö sæti og er nú í fjórða sæti riðilsins í Danmerkurseríunni en liðið spilar í öðrum riðli austurdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum í austri og fjórum í vestri. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsta viðureign Brøndby Strand er laugardaginn 6. desember gegn Herlev Badminton.

18. nóvember, 2014 - mg

Værløse 3 vann Holbæk 8-5

Værløse 3, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Holbæk um helgina og vann 8-5. Tinna lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Rene Boye Faber og Zenia Dam Larsen. Tinna og Paulsen unnu 21-9 og 21-12. Tvíliðaleikinn lék hún með Josephine Van Zaane og þær unnu Zenia Dam Larsen og Katja Elm Jensen 21-13 og 21-16. Liðsmenn Værløse 3 unnu einnig báða einliðaleiki kvenna, annan tvíliðaleik kvenna og alla þrjá tvíliðaleiki karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Værløse 3 og Holbæk. Eftir þessa fimmtu umferð er Værløse 3 áfram í fjórða sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur Værløse 3 er laugardaginn 6. desember gegn Drive Kbh.

17. nóvember, 2014 - mg

Aabenraa tapaði naumlega

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Grindsted BK um helgina og tapaði naumlega 6-7. Margrét lék ekki með liði sínu í þessari viðureign vegna meiðsla sem hún er enn að jafna sig á. Liðsmenn Aabenraa unnu fyrri einliðaleik kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleiki karla, fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Grindsted BK. Eftir þessa fimmtu umferð er Aabenraa í öðru sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsta viðureign Aabenraa er föstudaginn 5. desember gegn Dybbøl.