Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

3 dagar, 11 klukkustundir
5. september 2014
10 dagar, 12 klukkustundir
12. september 2014
10 dagar, 12 klukkustundir
12. september 2014
12 dagar, 2 klukkustundir
14. september 2014
17 dagar, 12 klukkustundir
19. september 2014
31. ágúst, 2014 - mg

Carolina Marin er heimsmeistari í einliđaleik kvenna

Carolina Marin frá Spáni varð rétt í þessu heimsmeistari í einliðaleik kvenna. Hún atti kappi við Xuerui Li frá Kína. Leikurinn var æsispennandi og þurfti oddalotu til að knýja fram úrslit. Úrslit urðu 17-21, 21-17 og 21-18 en leikurinn tók klukkutíma og 18 mínútur. Fyrir úrslitaleikinn var Carolina í níunda sæti heimslistans en Xuerui Li var í efsta sætinu. Spænska landsliðið sækir okkur heim í nóvember þegar undankeppni Evrópumótsins fer fram og því verður mikill hvalreki fyrir badminton hér á landi að fá heimsmeistara sem mun ef af líkum leiðir keppa við landsliðið okkar. Af öðrum úrslitum á HM þá unnu Kínverjarnir Quing Tian/Yunlei Zhao landa sína Xiaoli Wang/Yang Yu 21-19 og 21-15. Kóresku konurnar Sung Hyun Ko/Baek Choel Shin unnu löndur sínar Yong Dae Lee/Yeon Seong Yoo í æsispennandi leik 22-20, 21-23 og 21-18. Í úrslita leik í karlaflokki vann Long Chen frá Kína Chong Wei Lee frá Malasíu 21-19 og 21-19. Long Chen er númer tvö á heimslistanum en Chong Wei Lee í efsta sæti listans og því áttu fleiri von á sigri Lee. Í tvenndarleik mættust kínversku pörin Nan Zhang/Yunlei Zhao og Chen Xu/Jin Ma. Leikurinn fór í oddalotu sem lauk með sigri fyrrnefnda parsins 21-12, 21-23 og 21-13. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á HM.

30. ágúst, 2014 - mg

Hin spćnska Carolina Marin keppir í úrslitum í einliđaleik á HM

Áhugi evrópskra badmiontonáhugamanna mun án vafa vera á hinni spænsku Carolina Marin. Hún sigraði Pusarla V. Sindhu frá Indland í undanúrslitum i 21-17 og 21-15. Carolina er sem stendur í níunda sæti heimslistans og er fyrsta evrópska konan til að spila í úrslitum HM frá því Camila Martin afrekaði það árið 1999. Lee Chong Wei, efsti maður á heimslistanum, reynist of sterkur fyrir Danann unga og efnislega Viktor Axelsen og sigraði örugglega 21-9, 21-7 frammi fyrir fullri íþróttahöll áhorfenda í Kaupmannahöfn. Viktor Axelsen getur engu að síður verið ánægður með árangur sinn á mótinu og að hafa krækt sér í bronsverðlaun á mótinu. Danir sem vonast höfðu eftir því að eiga spilara í úrslitaleikjum mótsins á heimavelli urðu að sætta sig við að það tækist ekki þar sem bæði Mathias Boe/Carsten Mogensen í tvíliðaleik og Joachim Fischer og Christinna Pedersen í tvenndarleik töpuðu undanúrslitaleikjum sínum. Boe/Mogensen töpuðu fyrir Yong Dae Lee/Yeon Seong Yoo frá Kóreu 12-21 og 18-21. Evrópumeistarnir og bronsverðlaunahafarnir frá Olympíuleikunum Joachim Fischer/Christinna Pedersen töpuðu í unandúrslitum kínverska parinu Ma Jin/Chen Xu 15-21 og 9-21. Úrslitaleikir HM 2014 verða þessir á morgun, sunnudag:

• Í einliðaleik karla mætast Lee Chong Wei frá Malasíu og Chen Long frá Kína.
• Í einliðaleik kvenna mætast Carolina Marin frá Spáni og Xuerui Li frá Kína.
• Í tvíliðaleik karla mætast kóresku pörin Sung Hyun Ko/Baek Choel Shin og Yong Dae Lee/Yeon Seong Yoo.
• Í tvíliðaleik kvenna mætast kínversku pörin Xiaoli Wang/Yang Yu og Qing Tian/Yunlei Zhao.
• Í tvenndarleik mætast kínversku pörin Chen Xu/Jin Ma og Nan Zhang/Yunlei Zhao.

27. ágúst, 2014 - mg

Golfmót badmintonmanna sunnudaginn 7. september

Margir þeir sem spila badminton af miklum krafti á veturna, æfa golf á sumrin. Ákveðið hefur verið að halda golfmót badmintonmanna. Mótið verður á Akranesi (Golfklúbburinn Leynir) sunnudaginn 7. september næstkomandi. Mæting kl. 09:30 - ræst út samtímis á öllum teigum. Skráningargjald er kr. 4000. Punktakeppni 1 forgjafarfl. kvenna(0-36) 2 forgjafarfl. karla (0-18) og (18-36). Vegleg verðlaun. Skráning í mótið verður að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 5. september á golf.is eða í síma 858-9012 (Árni Þór) eða á arnihall@simnet.is. Nú sjáumst við hress og kát á Akranesi og skemmtum okkur vel, hitum upp fyrir badmintontímabilið í skemmtilegu golfmóti. Þeir sem skrá sig saman í "holl" spila saman í mótinu - ath. tímasetningin gildir ekki - því allir eru ræstir út samtímis. Vinsamlegast bendið vinum og kunningjum sem ekki hafa séð þessa frétt á mótið.
10. ágúst, 2014 - mg

North Atlantic ćfingabúđirnar hefjast í dag

Æfingabúðir fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17 hefjast í dag, sunnudaginn 10. ágúst, í Þórshöfn í Færeyjum og standa til 16. ágúst. Íslensku þátttakendurnir eru Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Gústav Nilsson TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Katrín Eva Einarsdóttir ÍA og Margrét Nilsdóttir TBR. Æfingar eru að jafnaði þrisvar á dag og á milli þeirra er nóg af afþreyingu. Einn dag verður farið í ferð í skoðunarferð. Búðunum lýkur með móti fyrir þátttakendur búðanna auk nokkurra annarra badmintonspilara. Meðfram æfingabúðunum er þjálfaranámskeið sem Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR sitja ásamt þjálfurum frá Færeyjum og Grænlandi. Yfirþjálfari búðanna er James Barclay frá Englandi.

6. ágúst, 2014 - mg

Nordic Camp ćfingabúđirnar hefjast í dag

Íslensku þátttakendurnir í Nordic Camp æfingabúðunum, Atli Geir Alfreðsson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Eysteinn Högnason TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands fóru til Finnlandi í morgun ásamt Sigurði Blöndal þjálfara Hamars og Önnu Margréti Jóhannesdóttur fararstjóra. Þau flugu til Helsinki og keyrðu þaðan til Salo en þar fara æfingabúðirnar fram. Dagskrá búðanna er stíf en æft er frá klukkan 9 á morgnanna til 21:30 á kvöldin með matarhléum inn á milli. Búðirnar standa fram á sunnudag en þá heldur hópurinn rakleiðis heim aftur. Sigurður Blöndal tekur þátt í þjálfaranámskeiði sem fer fram meðfram búðunum.