Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

Í gangi
23. september 2017
5 dagar, 21 klukkustundir
29. september 2017
6 dagar, 11 klukkustundir
30. september 2017
12 dagar, 21 klukkustundir
6. oktober 2017
13 dagar, 12 klukkustundir
7. oktober 2017
21. september, 2017 - mg

Atlamót ÍA er um helgina

Atlamót ÍA verður haldið um helgina. Mótið er annað mót vetrarins í mótaröð BSÍ. Keppendur verða 58 talsins frá fjórum félögum, Aftureldingu, BH, ÍA og TBR. Keppt verður í riðlum í öllum flokkum. A-, B- og Meistaraflokki og öllum greinum, einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik á laugardaginn og í einliðaleik á sunnudaginn. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 10 á laugardaginn. Áætluð mótslok eru klukkan 17 á sunnudag. Vinsamlegast athugið að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.
21. september, 2017 - mg

Reykjavíkurmeistarar barna og unglinga 2017

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR um helgina. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Einn leikmaður varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í ár, Gústav Nilsson TBR í flokki U15. Sex einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Steinar Petersen TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Sigurbjörg Árnadóttir TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvenndarleik, Andri Broddason TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik, Einar Sverrisson TBR (U19) í tvílið- og tvenndarleik og Þórunn Eylands TBR (U19) í einliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Elís Þór Dansson TBR (U19) og Halla María Gústafsdóttir BH (U17). Í tvíliðaleik: Daníel Máni Einarsson TBR (U13), Eiríkur Tumi Briem TBR (U13), Stefán Árni Arnarsson TBR (U15), Hildur Gísladóttir Samherjum (U15), María Rún Ellertsdóttir ÍA (U15), Karolina Prus BH (U17) og Katrín Vala Einarsdóttir BH (U17). Í tvenndarleik: Brynjar Már Ellertsson ÍA (U17) og Una Hrund Örvar BH (U17). Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér.
19. september, 2017 - mg

Landsliđsćfing á föstudaginn - yngri hópur

Á föstudaginn verður unglingalandsliðsæfing í TBR frá klukkan 19:20-21:00. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: Máni Berg Ellertsson ÍA, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Einar Óli Guðbjörnsson TBR, Lilja Bu TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR, Steinar Petersen TBR, Eiríkur Tumi Briem TBR, Gabríel Ingi Helgason BH, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, María Rún Ellertsdóttir ÍA, Hildur Marín Gísladóttir Samherjum, Margrét Guangbing Hu Hamri, Steinþór Emil Svavarsson BH, Gústav Nilsson TBR, Stefán Árni Arnarsson TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Tómas Sigurðarson TBR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolina Prus BH, Anna Alexandra Petersen TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Una Hrund Örvar BH og Björk Orradóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er sá hinn sami beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is og símanúmerið 846 2248.

14. september, 2017 - mg

Unglingamótaröđin hefst á laugardaginn

Á laugardaginn er fyrsta unglingamót vetrarins innan unglingamótaraðar Badmintonsambandsins, Reykjavíkurmót unglinga, á dagskrá. Mótið verður í TBR við Gnoðarvog og hefst klukkan 10. Áætluð mótslok eru um klukkan 16. Keppendur eru 66 talsins frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum og TBR. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

13. september, 2017 - mg

Afrekshópur, Framtíđarhópur og ađrir landsliđshópar

Landsliðsþjálfarar hafa valið í Afrekshóp Badmintonsambandsins fyrir tímabilið 2017-2018. Afrekshópinn skipa Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Útbúinn hefur verið Framtíðarhópur en hann skipa Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Broddason TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Atli Tómasson TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Eysteinn Högnason TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Róbert Ingi Huldarsson BH, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands TBR. Landsliðsæfingar fara fram á föstudagskvöldum í TBR einu sinni í mánuði fyrir yngri hóp og einu sinni í mánuði fyrir eldri hóp. Valið hefur verið í þessa hópa og hægt er að nálgast þá með því að smella hér. Næstu landsliðsæfingar fara fram föstudaginn 22. september, fyrir yngri hóp, og föstudaginn 29. september fyrir eldri hóp. Æfingabúðir fara fram sex til átta sinnum á ári og boðað er sérstaklega í þær æfingabúðir með því að setja frétt á heimasíðuna, Facebook síðu Badmintonsambandsins og með því að senda póst til aðildarfélaga. Næstu æfingabúðir fara fram helgina 10. - 12. nóvember. Smellið hér til að sjá dagskrá og mótaskrá vetrarins 2017 - 2018.