Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

1 dagar, 14 klukkustundir
19. september 2014
1 dagar, 17 klukkustundir
19. september 2014
2 dagar, 8 klukkustundir
20. september 2014
9 dagar, 8 klukkustundir
27. september 2014
16 dagar, 8 klukkustundir
4. oktober 2014
15. september, 2014 - mg

Úrslit Haustmóts KR

Annað mót Dominos mótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var í gær. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum nema tvenndarleik í B-flokki. Í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Róbert Þór Henn TBR í tvíliðaleik karla en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR 21-16 og 21-10. Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær sigurðu í úrslitum Jóhönnu Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-16 og 21-15. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR sem sigruðu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR 21-18 og 21-18. Í A-flokki sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR í tvíliðaleik karla. Þeir unnu í úrslitum Andra Árnason TBR og Steinar Braga Gunnarsson ÍA eftir oddalotu 15-21, 21-13 og 21-7. Í kvennaflokki sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttur TBR en keppt var í einum riðli í greininni. Arna Karen og Margrét unnu báða leikina sína. Í tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en þau unnu alla leikina sína en keppt var í einum riðli í tvenndarleik í A-flokki. Í B-flokki karla var einnig keppt í riðli. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Mahn Duc Pahn TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH en þær unnu Elínu Ósk Traustadóttur og Kristínu Sif Þórarinsdóttur BH 21-17 og 21-9. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Haustmóti KR. Næsta mót í Dominos mótaröð BSÍ verður Atlamót ÍA 27. - 28. september næstkomandi.

11. september, 2014 - mg

Haustmót KR er á sunnudaginn

Haustmót KR, sem er tvíliða- og tvenndarleiksmót, er á sunnudaginn í KR heimilinu við Frostaskjól. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppendur eru 53 talsins frá sex félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR og Samherjum. Leikið verður í meistaraflokki, A- og B-flokki en leikirnir verða 34 talsins. Mótið hefst klukkan 10:00 og búast má við að því ljúki um klukkan 16:00. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Haustmóti KR.

10. september, 2014 - mg

Liđ Tinnu í fyrsta sćti fyrstu deildarinnar eftir fyrstu umferđ dönsku fyrstu deildarinnar

Fyrsti leikur Værløse 2, liðs Tinnu Helgadóttur í dönsku fyrstu deildinni, var í gærkvöldi gegn Odense OBK 2. Værløse 2 vann örugglega 11-2. Tinna lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Mikel Normann og Nettie Skaarenborg. Tinna og Paulsen unnu eftir oddalotu 21-16, 19-21 og 21-14. Tvíliðaleikinn lék hún með Thilde Nørgaard Iversen og þær unnu Jenny Nystorm og Mia Sejr Nielsen 21-13 og 21-9. Liðsmenn Værløse 2 unnu einnig fyrsta tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta og annan einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og alla þrjá tvíliðaleiki karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Værløse 2 og Odense OBK 2. Eftir þessa fyrstu umferð er Værløse 2 í fyrsta sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í fyrstu deild. Næsta viðureign Værløse 2 er þriðjudaginn 23. september gegn KMB2010.

8. september, 2014 - mg

Ragnar Harđarson spilar í Danmörku í vetur

Ragnar Harðarsson keppir í vetur með Taastrup Elite 2 sem keppir í Sjálandsseríunni í Danmörku. Fyrsta viðureign liðsins var um helgina gegn Badminton Roskilde 2. Taastrup Elite 2 vann örugglega 11-2. Ragnar lék tvær viðureignir fyrir lið sitt, þriðja einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn lék hann gegn Kenneth Larsen og vann eftir oddalotu 19-21, 21-15 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hann með Carsten Blomquist gegn Kristian Høholdt Kræmer og Otto Holm- Østergaard. Ragnar og Blomquist unnu 21-16 og 21-19. Liðsmenn Taastrup Elite 2 unnu einnig báða tvenndarleikina, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta og annan einliðaleik karla, fyrsta tvíliðaleik kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Taastrup Elite 2 og Badminton Roskilde 2. Eftir þessa fyrstu umferð er Taastrup Elite 2 í fyrsta sæti riðilsins en Sjálandsserían er spiluð í tveimur riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur Taastrup Elite 2 er miðvikudaginn 1. október gegn Gribskov Badminton.
8. september, 2014 - mg

Taastrup Elite tapađi naumlega fyrir Drive Kbh.

Drífa Harðardóttir keppir í vetur með danska annarrar deildar liðinu Taastrup Elite. Fyrsti leikur þeirra á tímabilinu var um helgina gegn Drive Kbh. Taastrup Elite tapaði naumlega 6-7. Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn en þau unnu Mikkel Møller Rasmussen og Katrine Kristensen 21-15 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék hún með Mette Ring en þær töpuðu fyrir Julie Kjeldstrøm og Camilla Gemmer eftir oddalotu 16-21, 21-19 og 17-21. Liðsmenn Taastrup unnu auk leiks Drífu fyrsta einliðaleik kvenna, fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Drive Kbh. Eftir þessa fyrstu umferð er Taastrup Elite í fimmta sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsti leikur Taastrup Elite er laugardaginn 20. september gegn Holbæk.