Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

2 klukkustundir, 16 mínútur
25. oktober 2014
6 dagar, 11 klukkustundir
31. oktober 2014
8 dagar, 3 klukkustundir
2. nóvember 2014
13 dagar, 2 klukkustundir
7. nóvember 2014
14 dagar, 2 klukkustundir
8. nóvember 2014
23. oktober, 2014 - mg

Vetrarmót TBR er um helgina

Þriðja mót Dominos unglingamótaraðar BSÍ, Vetrarmót TBR, er um helgina. Alls taka 108 keppendur frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, Samherjum, KR, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór þátt í mótinu. Keppt er í flokkum U13, U15, U17 og U19 í öllum greinum. Mótið hefst klukkan 10 á morgun, laugardag, og fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

21. oktober, 2014 - mg

Úrslit TBR Opiđ

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR kom frá Danmörku til að taka þátt í mótinu. Hann kom, sá og sigraði því hann sigraði báðar greinarnar sem hann tók þátt í. Einliðaleik karla vann hann eftir úrslitaleik við Atla Jóhannesson TBR og vann 21-18 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék hann með Atla og þeir sigruðu í úrslitum Egil Guðlaugsson ÍA og Pálma Guðfinnsson TBR 21-14 og 21-8. Einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR en hún vann í úrslitum Margréti Finnbogadóttur TBR 21-10 og 21-8. Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Jóhönnu Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-9 og 21-15. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Egil Guðlaugsson og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR 21-19 og 21-17. Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Hauk Gylfa Gíslason Samherjum 21-15 og 21-12. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Hún vann Línu Dóru Hannesdóttur 21-9 og 21-16. Tvíliðaleik karla unnu Egill Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri en þeir unnu í úrslitum Davíð Phuong og Vigni Haraldsson TBR 21-14 og 21-13. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Atli Tómasson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann í úrslitum Mahn Duc Phan TBR eftir oddalotu 17-21, 21-12 og 21-8. Þórunn Eylands TBR vann Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH í úrslitaleik í einliðaleik kvenna 23-21 og 21-14. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Kolbeinn Brynjarsson TBR. Þeir sigurðu í úrslitum Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Mahn Duc Phan TBR eftir oddalotu 18-21, 21-14 og 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Egill Þór Magnússon og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þau unnu í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson og Dalrósu Söru Jóhannsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-17. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á TBR Opið.

20. oktober, 2014 - mg

Landsliđshópurinn fyrir forkeppni EM tilkynntur

Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari í badminton hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í forkeppni Evrópukeppni landsliða sem fer fram á Íslandi dagana 7. - 9. nóvember næstkomandi. Fyrir Íslands hönd keppa: Atli Jóhannesson TBR, Egill G. Guðlaugsson ÍA, Daníel Thomsen TBR, Kári Gunnarsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Róbert Þór Henn TBR, Elín Þóra Elíasdóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Ísland dróst í riðil með Spáni, Króatíu og Tyrklandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Króatíu föstudaginn 7. nóvember klukkan 19.

15. oktober, 2014 - mg

TBR Opiđ er um helgina

TBR Opið verður um helgina en mótið er hluti af Dominos mótaröð BSÍ. Alls taka 79 keppendur þátt í mótinu frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, Samherjum, TBR og UMFS og UMF Þór. Kári Gunnarsson Íslandsmeistari í einliðaleik karla kemur frá Danmörku til að taka þátt í mótinu. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu. Mótið hefst klukkan 10 á laugardaginn og fer fram í TBR húsunum við Gnoðavog.

13. oktober, 2014 - mg

Aabenraa burstađi Haderslev 2

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Haderslev 2 í gær og vann örugglega 10-3. Margrét lék ekki fyrir lið sitt í þessum leik þar sem hún var lítillega meidd. Liðsmenn Aabenraa unnu fyrsta tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleiki karla, fyrsta tvíliðaleik kvenna og alla þrjá tvíliðaleiki karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Haderslev 2. Eftir þessa aðra umferð er Aabenraa áfram í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Næsta viðureign Aabenraa er laugardaginn 25. október gegn Kolding BK3.