Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

Í gangi
26. mars 2015
3 dagar, 12 klukkustundir
4. apríl 2015
9 dagar, 20 klukkustundir
10. apríl 2015
15 dagar, 21 klukkustundir
16. apríl 2015
16 dagar, 21 klukkustundir
17. apríl 2015
31. mars, 2015 - mg

Íslensku keppendurnir úr leik í Póllandi

Annar dagur Evrópukeppni U19 fór fram í dag í Póllandi. Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir kepptu í tvenndarleik við Michal Hubacek og Monika Svetnickova frá Tékklandi. Þeim var raðað númer níu inn í tvenndarleikinn en 16 fengu röðun og 75 pör tóku þátt í greininni. Davíð Bjarni og Alda Karen töpuðu 19-21 og 12-21. Pálmi Guðfinnsson lék einliðaleik gegn Wolfgang Gnedt frá Austurríki en honum var raðað númer átta inn í greinina. Pálmi tapaði 6-21 og 17-21. Einliðaleik kvenna spilaði Harpa Hilmisdóttir gegn Holly Newall frá Skotlandi. Harpa tapaði 13-21 og 16-21. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson léku tvíliðaleik karla gegn Michal Hubacek og Kan Somerlik frá Tékklandi og töpuðu 17-21 og 20-22. Harpa Hilmisdóttir átti að leika tvíliðaleik kvenna með Sigríði Árnadóttur en þar sem Sigríður meiddist í síðustu viku spilaði Harpa með Nina Sorger frá Austurríki. Þær mættu Presence Beelen og Ann Knaepen frá Belgíu og töpuðu 13-21 og 20-22. Með því hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni í Evrópukeppni U19. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

30. mars, 2015 - mg

Einstaklingskeppni Evrópukeppni U19 hófst í dag

Einstaklingskeppni Evrópukeppni U19 hófst í dag í Póllandi. Ekki er hægt að segja að dagurinn hafi leikið við íslensku keppendurna, sem allir töpuðu leikjum sínum. Kristófer Darri Finnsson og Harpa Hilmisdóttir kepptu gegn Carl Cristian Mork og Charlotte Leinan frá Noregi og töpuðu 18-21 og 15-21. Daníel Jóhannesson spilaði einliðaleik gegn Alexandr Kozyrev frá Rússlandi og tapaði 9-21 og 16-21. Arna Karen spilaði einliðaleik gegn Stephanie Pinharry frá Kýpur og tapaði 8-21 og 10-21. Tvíliðaleik karla léku Pálmi Guðfinnsson og Daníel Jóhannesson gegn Bjarne Geiss og Daniel Seifert, nýkrýndum Evrópumeisturum U19 landsliða frá Þýskalandi. Pálmi og Daníel töpuðu 15-21 og 7-21. Tvíliðaleik kvenna léku Arna Karen Jóhannsdóttir og Alda Karen Jónsdóttir gegn Zuzana Palkova og Katarina Vargova frá Slóvakíu. Þær töpuðu 20-22 og 15-21. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

30. mars, 2015 - mg

Spánn Evrópumeistari U19 landsliđa

Í morgun fór fram úrslitaleikur í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi. Spánverjar, sem slógu Dani út í undanúrslitum, mættu Englendingum. England vann fyrsta leikinn sem var tvenndarleikur og svo unnu Spánverjar annan leikinn, einliðaleik karla, en hann lék Luis Enrique Penalver sem keppni í forkeppni EM hér á Íslandi í nóvember. Clara Azurmendi sem einnig keppti á Íslandi í nóvember vann svo einliðaleik kvenna og þá var staðan 2-1 fyrir Spáni. Þá unnu Englendingar tvíliðaleik karla og staðan var jöfn 2-2 þegar síðasta viðureignin fór í gang. Íslandsvinirnir Clara Azurmendi og Isabel Fernandez unnu tvíliðaleik kvenna fyrir Spán og gerðu land sitt þar með að Evrópumeistara U19 landsliða. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni U19 landsliða. Einstaklingskeppnin, Evrópukeppni U19, hefst í dag.
29. mars, 2015 - mg

Spánverjar slógu Dani út í undanúrslitum

Átta liða úrslit fóru fram í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi í dag. Danmörk, sem er raðað númer eitt inn í keppnina, vann Holland 3-0. Spánn vann Þýskaland 3-2. Frakkland vann Tyrkland 3-1. England vann Rússland 3-1. Í undanúrslitum mættust Danmörk og Spánn annars vegar og Frakkland og England hins vegar. Spánn kom á óvart og sló Dani út 3-2. England vann Frakkland 3-2. Báðir undanúrslitaleikirnir voru því jafnir og spennandi. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins. Á morgun, mánudag, mætast í úrslitum Spánn og England.

28. mars, 2015 - mg

Ísland tapađi fyrir Litháen 1-4

U19 landsliðið lék síðasta leik sinn í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi í morgun gegn Litháen. Einliðaleik karla lék Daníel Jóhannesson fyrir Íslands hönd gegn Laurynas Sparnauskis. Daníel vann leikinn 21-14 og 21-16 og vann með því fyrsta og einu viðureign Íslands í liðakeppninni. Einliðaleik kvenna lék Harpa Hilmisdóttir gegn Vytaute Fomkinaite og tapaði 14-21 og 11-21. Kristófer Darri Finnsson og Pálmi Guðfinnsson léku tvíliðaleik gegn Renaldas Sileris og Laurynas Sparnauskis en þeir töpuðu mjög naumlega 20-22 og 19-21. Arna Karen Jóhannsdóttir og Alda Karen Jónsdóttir léku tvíliðaleik kvenna gegn Rebeka AlekseViciute og Gabija Narvilaite og töpuðu 18-21 og 10-21. Tvenndarleikinn spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir gegn Karolis Eimutaitis og Gabija Narvilaite og töpuðu 13-21 og 17-21. Með því lauk leiknum með sigri Litháen 4-1. Ísland lauk með því keppni í Evrópukeppni U19 landsliða. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni U19 landsliða. Keppt var í átta riðlum og eitt land fer upp út hverjum riðli. Þýskaland vann riðil þrjú sem Ísland var í og fer því áfram í útsláttakeppnina sem hefst á morgun, sunnudag. Einstaklingskeppnin hefst á mánudaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í einstaklingskeppninni.