Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

3 dagar, 14 klukkustundir
25. ágúst 2014
14 dagar, 22 klukkustundir
5. september 2014
23 dagar, 14 klukkustundir
14. september 2014
29 dagar, 14 klukkustundir
20. september 2014
36 dagar, 14 klukkustundir
27. september 2014
10. ágúst, 2014 - mg

North Atlantic ćfingabúđirnar hefjast í dag

Æfingabúðir fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17 hefjast í dag, sunnudaginn 10. ágúst, í Þórshöfn í Færeyjum og standa til 16. ágúst. Íslensku þátttakendurnir eru Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Gústav Nilsson TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Katrín Eva Einarsdóttir ÍA og Margrét Nilsdóttir TBR. Æfingar eru að jafnaði þrisvar á dag og á milli þeirra er nóg af afþreyingu. Einn dag verður farið í ferð í skoðunarferð. Búðunum lýkur með móti fyrir þátttakendur búðanna auk nokkurra annarra badmintonspilara. Meðfram æfingabúðunum er þjálfaranámskeið sem Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR sitja ásamt þjálfurum frá Færeyjum og Grænlandi. Yfirþjálfari búðanna er James Barclay frá Englandi.

6. ágúst, 2014 - mg

Nordic Camp ćfingabúđirnar hefjast í dag

Íslensku þátttakendurnir í Nordic Camp æfingabúðunum, Atli Geir Alfreðsson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Eysteinn Högnason TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands fóru til Finnlandi í morgun ásamt Sigurði Blöndal þjálfara Hamars og Önnu Margréti Jóhannesdóttur fararstjóra. Þau flugu til Helsinki og keyrðu þaðan til Salo en þar fara æfingabúðirnar fram. Dagskrá búðanna er stíf en æft er frá klukkan 9 á morgnanna til 21:30 á kvöldin með matarhléum inn á milli. Búðirnar standa fram á sunnudag en þá heldur hópurinn rakleiðis heim aftur. Sigurður Blöndal tekur þátt í þjálfaranámskeiði sem fer fram meðfram búðunum.

30. júlí, 2014 - mg

Sjötta tölublađ Shuttle World er komiđ út

Sjötta tölublað Shuttle World er komið út. Í þessu tölublaði má meðal annars lesa um tilraun með að spila með nýju stigakerfi - fimm leikir upp í 11, skilaboð frá forseta Alþjóða badmintonsambandsins, Para Badminton, Ólympíuleikar ungmenna í Nanjing 2014, Thomas og Uber Cup, Shuttle Time, konur og badminton og margt fleira. Smellið hér til að nálgast sjötta tölublað Shuttle Word.

29. júlí, 2014 - mg

Nýtt tölublađ veftímarits um badminton komiđ út

Nýjasta tölublað veftímarits Badminton Europe er komið út og er þetta 17. tölublað tímaritsins. Að þessu sinni er fjallað um Evrópukeppni 2014, aðalfund Evrópska badmintonsambandsins, viðtal við Gregory Verpoorten formann Evrópska badmintonsambandsins, greinar um Anu Nieminen, Jan Ø. Jørgensen og Gillian Gilks, viðtal við Adam Cwalina frá Póllandi og fleira áhugavert. Smellið hér til að nálgast 17. tölublað veftímarits Badminton Europe.

 

21. júlí, 2014 - mg

Sumarskóli Badminton Europe í fullum gangi

Á laugardaginn, 19. júlí, hófst Sumarskóli Badminton Europe, sem að þessu sinni er haldinn í Danmörku.
Sex þátttakendur fóru frá Íslandi, Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Helgi Jóhannesson, nýráðinn unglingalandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins er á þjálfaranámskeiði sem verður haldið um leið og skólinn fer fram ásamt Árna Haraldssyni sem jafnframt er fararstjóri íslenska hópsins. "Women in badminton" var með fyrirlestur í skólanum um mismunandi þjálfun kynjanna, sálfræði, þjálun barna og fleira. Alls taka um 54 leikmenn þátt í skólanum, 24 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og sjö starfsmenn starfa við skólann. Íslenski hópurinn flaug til Billund á laugardagsmorguninn. Sumarskólanum lýkur á laugardagsmorguninn en þá fer íslenski hópurinn í Legoland á leið sinni aftur heim til Íslands. Hægt er að fylgjast með fréttum úr skólanum á heimasíðu Badminton Europe, www.badmintoneurope.com. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.