Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

6 dagar, 14 klukkustundir
5. ágúst 2015
11 dagar, 14 klukkustundir
10. ágúst 2015
36 dagar, 20 klukkustundir
4. september 2015
43 dagar, 21 klukkustundir
11. september 2015
43 dagar, 21 klukkustundir
11. september 2015
9. júlí, 2015 - mg

Evrópusumarskólinn hefst á laugardaginn

Í kvöld leggja íslensku þátttakendurnir af stað í Sumarskóla evrópska badmintonsambandsins, Badminton Europe Summersvhool, sem verður að þessu sinni haldinn í Slóveníu. Skólinn hefst laugardaginn 11. júlí og stendur í viku. Þátttakendur fyrir Íslands hönd eru Jóhannes Orri Ólafsson KR, Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Fararstjóri er Irena Rut Jónsdóttir ÍA. Alls taka 45 leikmenn þátt í skólanum frá löndum víðs vegar um Evrópu. 22 þjálfarar fara á þjálfaranámskeið á meðan skólinn er í gangi. Hægt er að fylgjast með fréttum úr skólanum á heimasíðu Badminton Europe, www.badmintoneurope.comSmellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumaskólann. 

7. júlí, 2015 - mg

Shuttle World er komiđ út

Tíunda tölublað Shuttle World er komið út.

Í þessu tölublaði má meðal annars lesa um:

  • Skilaboð frá forseta Alþjóða badmintonsambandsins
  • Para Badminton
  • Ólympíuleikarnir í Ríó 2016
  • Sudirman Cup
  • Og margt fleira

Shuttle World

Smellið hér til að nálgast sjötta tölublað Shuttle Word.

28. júní, 2015 - mg

Evrópuleikunum lauk í dag

Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan lauk í dag. Þetta voru fyrstu Evrópuleikarnir en þeir munu verða haldnir á fjögurra ára fresti. Sigurvegarar badmintonkeppninnar eru eftirtaldir: Einliðaleik kvenna vann Line Kjærsfeldt frá Danmörku en hún vann í úrslitum Lianne Tan frá Belgíu eftir oddalotu 18-21, 21-19 og 21-9. Kjærsfeldt hefur keppt á Iceland International mótinu. Í þriðja til fjórða sæti urðu Clara Azurmendi frá Spáni sem keppti hérlendis í nóvember og Petya Nedelcheva frá Búlgaríu. Einliðaleik karla vann Pablo Abian frá Spáni en hann vann í úrslitum Emil Holst frá Danmörku 21-12 og 23-21. Í þriðja til fjórða sætu urðu Dieter Domke frá Þýskalandi og Kestutis Navickas frá Litháen en hann keppti á Iceland International í janúar síðastliðnum. Tvíliðaleik kvenna unnu Stefani Stoeva og Gabriela Stoeva frá Búlgaríu en þær unnu í úrslitum Ekatarina Bolotova og Evgeniya Kosetskaya frá Rússlandi 21-12 og 23-21. Þær rússnesku kepptu á Iceland International í janúar sl. Í þriðja til fjórða sæti lentu Neslihan Yigit og Ozge Bayrak frá Tyrklandi sem keppti hérlendis í nóvember og Maria Helsbol og Lena Grebak frá Danmörku. Tvíliðaleik karla unnu dönsku kempurnar Carsten Mogensen og Mathias Boe en þeir unnu í úrslitum Vladimir Ivanov og Ivan Sozonov frá Rússlandi 21-8 og 21-13. Í þriðja til fjórða sæti lentu Raphael Beck og Andreas Heinz frá Þýskalandi og Sam Magee og Joshua Magee frá Írlandi. Tvenndarleik unnu Sara Thygesen og Niclas Nohr frá Danmörku en þau unnu í úrslitum Gaetan Mittelheisser og Audrey Fontaine frá Frakklandi 21-16 og 21-16. Í þriðja til fjórða sæti urðu Írarnir Chloe Magee og Sam Magee og Raphael Beck og Kira Kattenbeck frá Þýskalandi. Lokahátíð Evrópuleikana fer fram á þriðjudaginn en Kári Gunnarsson verður fánaberi fyrir Íslands hönd.
24. júní, 2015 - mg

Kári og Sara luku keppni í dag á Evrópuleikunum

Í dag léku Kári og Sara sína þriðju og síðustu leiki á Evrópuleikunum. Kári lék gegn Jarolim Vicen frá Slóveníu og vann 21-17 og 21-12. Kári endaði því í þriðja sæti riðilsins en tveir fara upp úr hverjum riðli í úrsláttarkeppni. Kári er í 393. sæti heimslistans en Vicen er í 155. sæti listans. „Ég spilaði vel í dag á móti Slóvakanum" sagði Kári. „Af því að úthaldið er ekki alveg eins og það á að vera vegna þess að ég var veikur rétt fyrir leikana þá var mjög mikilvægt fyrir mig að spila eftir góðri taktík. Mér tókst að mestu leiti að spila rólega og yfirvegað og nota réttu tækifærin til að sækja. Ég vissi líka að það væri þess vegna langbest fyrir mig ef mér tækist að klára leikinn í tveimur lótum og hafa rallyin ekki allt og löng. Það tókst þangað til í lok leiksins þegar staðan var orðin 19-12 fyrir mér og þá áttum við lengsta rally sem ég hef spilað á þessu móti - boltinn fór yfir netið 47 sinnum. Sem betur fer vann ég rallyið og leikinn." Sara keppti við finnsku stúlkuna Airi Mikkela og tapaði 11-21 og 16-21. Sara lenti því líka í þriðja sæti riðilsins. Mikkela vann einliðaleik kvenna í Iceland International mótinu árið 2014. Hún er í 125. sæti heimslistans. Sara er í 394. sæti heimslistans. Úrsláttarkeppnin í einliðaleik hefst á morgun með 16 manna úrslitum. Smellið hér til að sjá hverjir keppa í útsláttarkeppninni í einliðaleik karla og smellið hér til að sjá hverjir keppa í úrsláttarkeppninni í einliðaleik kvenna. Mjög heitt er í Baku í dag en þar var 38 stiga hiti.

23. júní, 2015 - mg

Leikir dagsins í Evrópukeppninni

Kári lék annan leik sinn á Evrópuleikunum í dag gegn Eetu Heino frá Finnlandi. Leikurinn var spennandi og endaði með sigri þess finnska eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 13-21. Kári á því einn leik eftir í riðlinum, á morgun gegn Jarolim Vicen frá Slóvakíu. Kári hafði þetta að segja um leikinn í dag: "Það var fínt spil hjá mér í fyrri og annarri lotunni. Svekkjandi að ég hafi ekki tekið fyrstu lotuna en það var mjög jafnt allan tímann og í endanum vann hann 21-19. Það voru dæmdar tvær sendivillur á mig í fyrri lotunni sem ég var alls ekki sáttur með. Seinni lotuna stjórnaði ég fullkomlega frá byrjun en mér tókst að stjórna netinu og las höggin hans vel. Í oddinum komst ég yfir 4-1 en eftir nokkur rally var ég alveg sprunginn og gat eiginlega ekkert hreyft mig eftir það. Ég er búinn að vera lasinn tvær vikur rétt fyrir mótið og þess vegna er þolið því miður ekki eins og það á að vera." Sara keppti einnig sinn annan leik áðan gegn geysisterkri danskri stúlku, Anna Thea Madsen, en henni var raðað númer fimm inn í keppnina. Sara tapaði 9-21 og 8-21. Seinasti leikur Söru í riðlinum er á morgun gegn Airi Mikkela frá Finnlandi. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í badmintonkeppni Evrópuleikanna.