Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

20 klukkustundir, 51 mínútur
28. oktober 2016
1 dagar, 11 klukkustundir
29. oktober 2016
5 dagar, 10 klukkustundir
2. nóvember 2016
7 dagar, 20 klukkustundir
4. nóvember 2016
8 dagar, 11 klukkustundir
5. nóvember 2016
27. oktober, 2016 - mg

SET mót KR er um helgina

Setmót-KR fer fram í íþróttahúsi KR við Frostaskjól um helgina. Mótið er innan Dominos mótaraðar Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Mótið fer fram laugardag og sunnudag en fyrstu leikir í tvenndarleik hefjast klukkan 9:30 á laugardag. Keppendur eru 68 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMFH og UMF Þór. Alls verða leiknir 111 leikir. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetniningar á mótinu.

24. oktober, 2016 - mg

Ísland vann Fćreyjar 7-1

Ísland lék vináttulandsleik gegn Færeyjum á laugardaginn í Færeyjum. Landslið Íslands skipuðu Eiður Ísak Broddason, Jónas Baldursson, Arna Karen Jóhannsdóttir og Harpa Hilmisdóttir. Eiður, Jónas og Arna eru í TBR en Harpa er í BH. Ísland vann 7-1. Eiður Ísak lék fyrsta einliðaleik karla gegn Magnus Dal-Christiansen og vann 21-11, 21-15. Jónas lék annan einliðaleik karla gegn Rani i Bø og vann 21-18, 21-9. Arna Karen Jóhannsdóttir lék fyrsta einliðaleik kvenna gegn Kristina Eriksen og vann 21-8, 21-9. Harpa mætti Gunnva Jacobsen í öðrum einliðaleik kvenna og vann 21-18, 21-17. Eiður og Jónas kepptu tvíliðaleik karla og mættu í honum Magnus Dal-Christiansen og Rani í Bø og þeir unnu 21-10, 21-16. Í tvíliðaleik kvenna öttu Arna og Harpa kappi við Sólfríð Hjørleifsdóttur og Simone Romme. Arna og Harpa unnu eftir oddalotu 21-11, 16-21, 22-20. Fyrsta tvenndarleik léku Jónas og Arna Karen. Þau mættu Rani í Bø og Kristina Eriksen og unnu 21-14, 21-13. Eina viðureignin sem vannst ekki var tvenndarleikur sem Eiður og Harpa léku gegn Magnus Dal-Christiansen og Gunnva Jakobsen en leikurinn fór í odd sem endaði með sigri þeirra færeysku 21-15, 18-21, 21-15.
24. oktober, 2016 - mg

Úrslit Vetrarmóts TBR

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH en hann vann Gabríel Inga Helgason BH í úrslitum eftir oddalotu 21-17, 10-21 og 21-17. Sigurbjörg Árnadóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum í einliðaleik táta eftir hörkuspennandi oddalotu 14-21, 21-17 og 21-19. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH en þeir lögðu Stefán Eiríksson og Steinar Petersen í úrslitum 21-18 og 21-15. Tvíliðaleik táka unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR en þær unnu í úrslitum Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA eftir oddalotu 18-21, 21-18 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA Steinar Petersen og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Sigurbjörg vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Steinþór Emil Svavarsson BH Gústav Nilsson TBR í úrslitum eftir oddalotu 21-16, 18-21 og 21-19. Karolina Prus KR vann í einliðaleik meyja en hún vann í úrslitum Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR 21-15 og 21-12. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Baldur Einarsson og Guðmund Hermann Lárusson TBR 21-16 og 21-15. Í tvíliðaleik meyja unnu Anna Alexandra Petersen og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR þær Berglindi Magnúsdóttur og Karolinu Prus KR eftir oddalotu 21-18, 19-21 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Stefán Árni Arnarsson og Anna Alexandra Petersen Gústav Nilsson og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-18, 16-21 og 21-19. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR en hann vann í úrslitum Þórð Skúlason BH eftir oddalotu 15-21, 21-16 og 21-13 í einliðaleik drengja. Halla María Gústafsdóttir BH vann í úrslitum í einliðaleik telpna Unu Hrund Örvar BH 21-9 og 21-9. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Einar Sverrisson TBR og Andra Broddason TBR eftir oddalotu 24-26, 21-16 og 21-18. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH þær Evu Margit Atladóttur og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR 21-16 og 21-11. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR en þau unnu í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson TBR og Unu Hrund Örvar BH 21-8 og 21-6. Í flokki U19 vann Andri Árnason TBR en keppt var í riðli í flokknum einliðaleik pilta. Atli Tómasson TBR varð í öðru sæti riðilsins. Í einliðaleik stúlkna var einnig keppt var í riðli og hann vann Þórunn Eylands TBR og í öðru sæti varð Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Í tvíliðaleik pilta unnu Andri Árnason og Atli Tómasson TBR í úrslitum þá Kristinn Breka Hauksson Aftureldingu og Þórð Skúlason BH 21-12 og 21-18. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-18 og 21-15. Í tvenndarleik unnu Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH þau Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR eftir oddalotu 14-21, 21-19 og 21-19. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBR. Næsta mót á Dominos unglingamótaröð BSÍ verður Unglingamót Aftureldingar 26. - 27. nóvember næstkomandi.
24. oktober, 2016 - mg

U19 og A-landsliđsćfing á föstudaginn í TBR

U19 og A-landsliðsæfing verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U19+A: Eiður Ísak Broddaon TBR, Jónas Baldursson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Róbert Henn TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH, Sigurður Eðvarð Ólafsson BH, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Andrea Nilsdóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is. Næsta æfing U19 og A-landsliðs á eftir þessari er föstudaginn 25. nóvember í TBR.

24. oktober, 2016 - mg

Margrét keppti í Sviss

Margrét Jóhannsdóttir tók þátt í Alþjóðlega svissneska mótinu sem fór fram í Yverdon-les-Bains í Sviss um helgina. Margrét lék gegn Emilie Aalestrup frá Danmörku og laut í lægra haldi fyrir henni 14-21 og 17-21. Með því lauk Margrét keppni í Sviss. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Swiss International mótinu. Næsta alþjóðlega mót sem Margrét tekur þátt í er Alþjóðlega norska mótið sem fer fram 17. - 20. nóvember næstkomandi.