Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

3 klukkustundir, 19 mínútur
13. febrúar 2016
3 dagar, 3 klukkustundir
16. febrúar 2016
7 dagar, 3 klukkustundir
20. febrúar 2016
13 dagar, 11 klukkustundir
26. febrúar 2016
21 dagar, 3 klukkustundir
5. mars 2016
10. febrúar, 2016 - mg

Val í afrekshóp Badmintonsambands Íslands

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið leikmenn í afrekshóp Badmintonsambands Íslands vorið 2016 en valið í afrekshóp byggir á eftirfarandi hlutum: Frammistöðu á landsliðsæfingum milli jóla og nýárs, frammistöðu í mótum vetrarins, þá helst Meistaramóti TBR, æfingasókn á félagsæfingar á haustönn 2015 og mati landsliðsþjálfara á hversu mikið eftirfarandi spilari getur bætt sig. Leikmenn sem eru valdir í afrekshóp þurfa að mæta eftirfarandi kröfum til að vera í hópnum: Fjórar badmintonæfingar og tvær lyftingar/þrekæfingar á viku, skyldumæting á allar landsliðsæfingar, þátttaka mótum völdum í samráði við landsliðsþjálfara, færa æfingadagbók, skila tímum í vinnu fyrir BSÍ pr. önn. Mæti leikmenn ekki þessum kröfum falla þeir sjálfkrafa út úr hópnum. Undantekningar frá kröfunum við meiðsli eða óviðráðanlegar aðstæður eru gerðar í samráði við landsliðsþjálfara. Eftirfarandi spilarar eru valdir í afrekshóp vor 2016:

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Harpa Hilmisdóttir BH
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Rakel Jóhannesdóttir TBR
Sara Högnadóttir TBR
Sigríður Árnadóttir TBR
Daníel Jóhannesson TBR
Davíð Bjarni Björnsson TBR
Eiður Ísak Broddason TBR
Kári Gunnarsson TBR
Kristófer Darri Finnsson TBR

Valið gildir til 1. júlí 2016 og verður nýr hópur tilkynntur 1. ágúst 2016. Verkefni verða valin í samráði við spilara.
10. febrúar, 2016 - mg

Landsbankamót ÍA er um helgina

Landsbankamót ÍA verður um helgina í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið, sem hefst klukkan 10 á laugardag, er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga. Leikið verður í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Þátttakendur eru 94 talsins frá níua félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Flokkar U15-U19 spila á laugardaginn til úrslita en þann dag hefst keppni klukkan 10. Flokkur U13 á sunnudaginn og hefst keppni þann dag klukkan 10. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

8. febrúar, 2016 - mg

Óskað eftir þjálfurum til að fara á þjálfaranámskeið

Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að taka þátt í þjálfaranámskeiðum sem haldin verða í sumar. Í boði eru þrjú námskeið: Sumarskóli Badminton Europe í Slóveníu 9. - 16. júlí, North Atlantic Camp á Íslandi 18. - 25. júlí og Nordic Camp í Svíþjóð í ágúst. Þjálfararnir verða jafnframt fararstjórar íslensku krakkanna sem verða valin til að taka þátt í þessum verkefnum. Sumarskólinn er fyrir aldurshópinn U17, North Atlantic Camp er fyrir aldurshópana U13-U17 og Nordic Camp fyrir aldurshóp U15. Þjálfaranámskeiðin og allur ferðakostnaður eru á kostnað BSÍ. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti fyrir lok febrúar.
7. febrúar, 2016 - mg

Úrslit Óskarsmóts KR

Óskarsmót KR var um helgina. Mótið er innan Dominosmótaraðar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í flestum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki vann Daníel Jóhannesson TBR en hann vann í úrslitum einliðaleiks karla Eið Ísak Broddason TBR 22-20 og 21-19. Kári Gunnarsson tók ekki þátt í mótinu þar sem hann var í Bandaríkjunum að keppa. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 23-21 og 21-9. Tvíliðaleik karla unnu Atli Jóhannesson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR 21-14 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Elsa Nielsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR eftir sigur á Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttar TBR 21-13 og 21-15. Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir oddaotu 14-21, 21-17 og 21-11. Í A-flokki sigraði Jón Sigurðsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Atla Tómasson TBR eftir oddalotu 16-21, 21-17 og 21-19. Einliðaleik kvenna vann Þórunn Eylands TBR en keppt var í riðli í flokkum. Tvíliðaleik karla unnu Andri Árnason TBR og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH sem unnu í úrslitum Atla Tómasson og Vigni Haraldsson TBR 21-16 og 21-15. Tvíliðaleik kvenna unnu Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Þær unnu Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-11 og 21-10. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Bjrök Gunnarsdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Þórhall Einisson og Hrund Guðmundsdóttur Hamri 21-15 og 21-18. Eysteinn Högnason TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki Egil Magnússon Aftureldingu 21-11 og 21-17. Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu vann í einliðaleik kvenna eftir sigur á Karolinu Prus KR 21-16 og 21-16. Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH sem unnu Egil Magnússon og Magnús Björn Bragason Aftureldingu í úrslitum 21-13 og 21-14. Í tvíliðaleik kvenna unnu Sólveig Ósk Jónsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær sigurðu í úrslitum 21-10 og 21-18. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu Magnús Björn Bragason og Sólveigu Ósk Jónsdóttur BH í úrslitum 21-13 og 21-15. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu KR Badminton. Síðasta mót á Dominosmótaröð BSÍ fyrir Meistaramót Íslands er Reykjavíkurmót fullorðinna sem fer fram í TBR 19. - 20. mars.
6. febrúar, 2016 - mg

Kári keppti í Bandaríkjunum

Kári Gunnarsson tók þátt í MBBC USA International mótinu sem var haldið í Kaliforniu í Bandaríkjunum. Kári keppti í fyrstu umferð gegn Dean Schoppe frá Bandaríkjunum. Kári vann hann auðveldlega 21-8 og 21-6. Í annarri umferð mætti Kári Howard Shu sem er einnig frá Bandaríkjunum og er númer 64 á heimslista. Kári átti mjög góðan leik en tapaði naumlega í oddalotu 15-21, 22-20 og 20-22. Kári lauk þar með þátttöku í mótinu. Job Castillo frá Mexíkó sem keppti á Iceland International um síðustu helgi sló síðan Shu út í þriðju umferð en hann vann 21-14 og 21-18 og er þar með kominn í undanúrslit. Luis Ramon Garrido sem einnig keppti hér á Iceland International komst í átta manna úrslit á þessu móti. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á MBBC USA International mótinu.