Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

5 dagar, 15 klukkustundir
5. mars 2017
11 dagar, 15 klukkustundir
11. mars 2017
18 dagar, 15 klukkustundir
18. mars 2017
24 dagar, 21 klukkustundir
24. mars 2017
27. febrúar, 2017 - mg

Úrslit Landsbankamóts ÍA

Landsbankamót ÍA var haldið um helgina en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U15 til U19. Flokkar U11-U13 verða spilaðir á sunnudaginn kemur en fresta þurfti keppni í þeim vegna mikillar ófærðar. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir og úrslit úrslitaleikja: Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson KR í einliðaleik sveina 21-12, 21-13. Katrín Vala Einarsdóttir BH vann Karolinu Prus KR í úrslitum eftir oddalotu 21-23, 21-19, 21-13 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson TBR en þeir unnu í úrslitum Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-11, 21-13. Í tvíliðaleik meyja unnu Karolina Prus KR og Katrín Vala Einarsdóttir BH eftir odda í úrslitaleik gegn Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-18, 18-21, 21-17. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH en þau unnu í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson og Karolinu Prus KR eftir oddalotu 21-19, 14-21, 21-15. Katrín Vala vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í úrslitum Brynjar Má Ellertsson ÍA 21-19, 21-9 í einliðaleik drengja. Halla María Gústafsdóttir BH vann Björk Orradóttur TBR í úrslitum í einliðaleik telpna 22-20, 21-18. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Einar Sverrisson TBR og Þórð Skúlason BH í úrslitum 21-13, 21-13. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH Björk Orradóttur og Evu Margit Atladóttur 21-16, 21-17. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS Bjarna Þór Sverrisson TBR og Unu Hrund Örvar BH í úrslitum eftir oddalotu 21-17, 19-21, 21-12. Í flokki U19 vann Elvar Már Sturlaugsson ÍA Elís Þór Dansson TBR í úrslitum eftir oddalotu 15-21, 21-16, 21-12. Í einliðaleik stúlkna vann Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-14, 21-10. Í tvíliðaleik pilta unnu Elvar Már Sturlaugsson og Tómas Andri Jörgensson ÍA Elís Þór Dansson TBR og Símon Orra Jóhannsson ÍA 21-19, 21-11. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-15 og 21-11. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-17, 21-13. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Landsbankamóti ÍA. Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er Íslandsmót unglinga sem fer fram í TBR helgina 11. - 12. mars næstkomandi. Smellið hér til að sjá styrkleikalista unglinga.
27. febrúar, 2017 - mg

Unglingalandsliðsæfing á föstudaginn

Sjötta unglingalandsliðsæfing vetrarins verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: 11-U13: máni Berg Ellertsson ÍA, Arnar Svanur Huldarsson BH, Steinar Petersen TBR, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gabriel Ingi Helgason BH, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Lilja BU TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U15, Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Stefán Árni Arnarsson TB, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolína Prus KR, Anna Alexandra Petersen TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR.
U17 
Eysteinn Högnason TBR 
Einar Sverrisson TBR 
Bjarni Þór Sverrisson TBR 
Daníel Ísak Steinarsson BH
Þórður Skúlason BH
Brynjar Már Ellertsson ÍA 
Magnús Daði Eyjólfsson KR 
Andri Broddason TBR 
Þórunn Eylands Harðardóttir TBR 
Andrea Nilsdóttir TBR 
Una Hrund Örvar BH 
Halla María Gústafsdóttir BH 
Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS

Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is
Næsta æfing unglingalandsliðs á eftir þessari er föstudaginn 7. apríl í TBR.

24. febrúar, 2017 - mg

Landsbankamót ÍA er um helgina

Landsbankamót ÍA verður um helgina í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið, sem hefst klukkan 10 á laugardag, er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga. Leikið verður í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Keppendur eru 81 talsins frá sjö félögum, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór. Flokkar U15-U19 spila á laugardaginn til úrslita en þann dag hefst keppni klukkan 10. Flokkar U11-U13 spila á sunnudaginn. Keppni í flokki U11 hefst klukkan 10 og keppni í U13 klukkan 12:40. 40 ára afmæli ÍA hefst klukkan 16 á laugardeginum. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.
20. febrúar, 2017 - mg

U19-A landsliðsæfing á föstudaginn

U19 og A-landsliðsæfing verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U19+A: Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Róbert Þór Henn TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH, Sigurður Eðvarð Ólafsson BH, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Atli Tómasson TBR, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA, Anna Margrét Guðmundsdóttir BH, Andrea Nilsdóttir TBR og Alda Karen Jónsdóttir TBR. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is
19. febrúar, 2017 - mg

TBR Rokkstjörnur eru Íslandsmeistarar félagsliða

TBR Rokkstjörnur eru Íslandsmeistarar félagsliða. Arna Karen Jóhannsdóttir tryggði liði sínu sigur eftir æsispennandi leik við Sigríði Árnadóttur í TBR Veggnum. Leikur þeirra fór í odd og endaði með sigri Örnu 21-19, 20-22, 21-14. Með því tryggði hún liði sínu Íslandsmeistaratitilinn. Lið TBR Rokkstjarna skipa Arna Karen Jóhannsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir, Kári Gunnarsson, Daníel Jóhannesson, Bjarki Stefánsson, Kjartan Pálsson og Andri Árnason. Eins og áður sagði varð TBR Veggurinn í öðru sæti, í þriðja sæti urðu TBR/ÍA Öllarar, Landsbyggðin BH/ÍA varð í fjórða sæti og TBR Hleðsla í fimmta og síðasta sæti. Smellið hér til að sjá úrslit í meistaradeild.