Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

10 dagar
8. ágúst 2016
28 dagar, 22 klukkustundir
27. ágúst 2016
35 dagar, 6 klukkustundir
2. september 2016
43 dagar, 22 klukkustundir
11. september 2016
49 dagar, 22 klukkustundir
17. september 2016
24. júlí, 2016 - mg

Vel heppnuđum ćfingabúđum lokiđ

North Atlantic æfingabúðunum var að ljúka á Akranesi. Það voru þreyttir og ánægðir þátttakendur sem héldu til síns heima eftir búðirnar. Æfingarnar voru strembnar og krefjandi og stóðu frá morgni til kvölds með hléum til að borða. Þá var einnig farið í badminton leiki. Einn daginn var farið í ferðalag. Þá heimsóttu þátttakendur Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Svo var endað í skógræktinni á Akranesi og þar var grillað. Þátttakendur voru 23 talsins frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi auk þess sem sjö þjálfarar sóttu þjálfaranámskeið. Yfirþjálfarar voru Boxiao Pan frá Svíþjóð og Tinna Helgadóttir. Við þökkum öllum kærlega fyrir samveruna á Akranesi síðastliðna viku og ekki síst Badmintonfélagi Akraness fyrir að halda búðirnar. 

17. júlí, 2016 - mg

North Atlantic ćfingabúđirnar hefjast á Akranesi á morgun

North Atlandic Camp æfingabúðirnar hefjast á Akranesi á morgun. Þetta er í áttunda skipti sem búðirnar eru haldnar. Þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Fyrir Íslands hönd taka þátt María Rún Ellertsdóttir ÍA, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Þórður Skúlason TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Baldur Einarsson TBR og Stefán Árni Arnarsson TBR. Meðfram búðunum verður haldið þjálfaranámskeið sem Anna Margrét Guðmundsdóttir BH, Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR taka þátt í. Yfirþjálfarar verða Boxiao Pan U15 landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari Íslands. Stífar æfingar verða alla vikuna en búðirnar standa fram á sunnudag.
16. júlí, 2016 - mg

Sumarskóla Badminton Europe lauk í dag

Sumarskóli Badminton Europe, sem haldinn var í 34. skipti lauk í dag í Slóveníu. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Alla vikuna voru stífar æfingar auk þess sem krakkarnir gerðu eitthvað saman. Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe. Boxiao Pan, U15 landsliðsþjálfari Svía, kemur nánast beint úr Sumarskólanum til Íslands en hann lendir á Íslandi annað kvöld. Hann mun vera yfirþjálfari í North Atlandic Camp æfingabúðunum sem hefjast á Akranesi á mánudaginn.
29. júní, 2016 - mg

Ćfingabúđir U11 - U17

Bsdmintonsamband Íslands og TBR bjóða áhugasömum leikmönnum fæddum á árunum 2000 - 2007 að skrá sig í æfingabúðir dagana 25. - 27. júlí næstkomandi. Búðirnar fara fram í TBR fyrrnefnda dagana klukkan 9 - 15. Leikmenn sem eru meðal fjögurra stigahæstu leikmanna í einliðaleik á styrkleikalista unglinga, í sínum árangi, hafa möguleika á að skrá sig. Í boði eru 32 pláss, fjögur á hvern árgang. Í æfingabúðunum verður lögð áhersla á tækniæfingar, fótaburð og líkamlegt atgervi. Þjálfarar verða Tinna Helgadóttir og Jeppe Ludvigsen. Verð: 10.000,-. Skráning fer fram í gegnum netfangið mg@badminton.is 

15. júní, 2016 - mg

Ţjálfaranámskeiđ í ágúst

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði dagana 27. og 28. ágúst næstkomandi í TBR. Námskeiðið er opið öllum og lögð verður áhersla á þjálfun yngri barna, hæfileikamótun og æfingaumhverfi. Kennari á námskeiðinu er Tinna Helgadóttir. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar. Skráning er á bsi@badminton.is