Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

5 dagar, 4 klukkustundir
6. ágúst 2014
9 dagar, 2 klukkustundir
10. ágúst 2014
24 dagar, 2 klukkustundir
25. ágúst 2014
35 dagar, 10 klukkustundir
5. september 2014
44 dagar, 2 klukkustundir
14. september 2014
30. júlí, 2014 - mg

Sjötta tölublađ Shuttle World er komiđ út

Sjötta tölublað Shuttle World er komið út. Í þessu tölublaði má meðal annars lesa um tilraun með að spila með nýju stigakerfi - fimm leikir upp í 11, skilaboð frá forseta Alþjóða badmintonsambandsins, Para Badminton, Ólympíuleikar ungmenna í Nanjing 2014, Thomas og Uber Cup, Shuttle Time, konur og badminton og margt fleira. Smellið hér til að nálgast sjötta tölublað Shuttle Word.

29. júlí, 2014 - mg

Nýtt tölublađ veftímarits um badminton komiđ út

Nýjasta tölublað veftímarits Badminton Europe er komið út og er þetta 17. tölublað tímaritsins. Að þessu sinni er fjallað um Evrópukeppni 2014, aðalfund Evrópska badmintonsambandsins, viðtal við Gregory Verpoorten formann Evrópska badmintonsambandsins, greinar um Anu Nieminen, Jan Ø. Jørgensen og Gillian Gilks, viðtal við Adam Cwalina frá Póllandi og fleira áhugavert. Smellið hér til að nálgast 17. tölublað veftímarits Badminton Europe.

 

21. júlí, 2014 - mg

Sumarskóli Badminton Europe í fullum gangi

Á laugardaginn, 19. júlí, hófst Sumarskóli Badminton Europe, sem að þessu sinni er haldinn í Danmörku.
Sex þátttakendur fóru frá Íslandi, Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Helgi Jóhannesson, nýráðinn unglingalandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins er á þjálfaranámskeiði sem verður haldið um leið og skólinn fer fram ásamt Árna Haraldssyni sem jafnframt er fararstjóri íslenska hópsins. "Women in badminton" var með fyrirlestur í skólanum um mismunandi þjálfun kynjanna, sálfræði, þjálun barna og fleira. Alls taka um 54 leikmenn þátt í skólanum, 24 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og sjö starfsmenn starfa við skólann. Íslenski hópurinn flaug til Billund á laugardagsmorguninn. Sumarskólanum lýkur á laugardagsmorguninn en þá fer íslenski hópurinn í Legoland á leið sinni aftur heim til Íslands. Hægt er að fylgjast með fréttum úr skólanum á heimasíðu Badminton Europe, www.badmintoneurope.com. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.

19. júlí, 2014 - mg

Frímann Ari og Helgi ráđnir landsliđsţjálfarar í badminton

Badmintonsamband Íslands hefur ráðið til starfa tvo landsliðsþjálfara sem taka nú þegar við þjálfun landsliða í badminton. Frímann Ari Ferdinandsson mun sjá um þjálfun A-landsliðsins og Helgi Jóhannesson mun sjá um þjálfun unglingalandsliðanna. Frímann Ari Ferdinandsson er íþróttafræðingur að mennt og hefur lokið ýmsum þjálfaranámskeiðum í badminton. Hann hefur komið að þjálfun í badminton síðan 1990 og m.a. verið unglingalandsliðsþjálfari og aðstoðarlandsliðsþjálfari. Þá hefur hann sinnt fræðslumálum fyrir BSÍ um árabil. Helgi Jóhannesson hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í einliðaleik, 10 sinnum í tvíliðaleik og tvisvar í tvenndarleik. Hann hefur tekið námskeið í þjálfun í badminton og sækir nú námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár. Badmintonsamband Íslands óskar Frímanni Ara og Helga til hamingju með stöðurnar.

 

27. júní, 2014 - mg

Glćsilegur árangur TBR í Evrópukeppni félagsliđa

TBR lauk keppni rétt í þessu eftir að hafa komist í átta liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða sem er glæsilegur árangur. Í morgun féll liðið úr keppni eftir leik gegn geysisterku liði frá Rússlandi, Primorye Vladivostok sem vann leikinn 4-0. Rússneska liðið fékk fyrstu röðin í mótið. Jónas Baldursson lék gegn Nikita Khakimov og tapaði 6-21 og 9-21. Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Olga Golovanova og tapaði 4-21 og 10-21. Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen léku tvíliðaleik gegn Evgeny Dremin og Sergey Lunev og töpuðu 9-21 og 7-21. Að lokum léku Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir tvíliðaleik gegn Nina Vislova og Yeqi Zhang og töpuðu 7-21 og 6-21. Með því lék leiknum með sigri þeirra rússnesku 4-0. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.