Ragna komin áfram á sænka mótinu

Ragna vann leik sinn gegn Karin Schnaase frá Þýskalandi örugglega 21-14 og 21-16 á sænska international mótinu nú rétt í þessu.

Schnaase var röðuð númer sex inn í mótið og er númer 59 á heimslistanum. Ragna er númer 78 á listanum. Þetta er glæsilegur árangur hjá Rögnu sem nú er komin í aðra umferð mótsins sem fer fram seinna í dag.

Þá keppir hún annað hvort við Michelle Kit Ying Chan frá Nýja Sjálandi eða Getter Saar frá Eistlandi.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á mótinu.

Skrifað 21. janúar, 2011
mg