Meistaramót TBR var haldið um helgina

Meistaramót TBR fór fram um helgina í TBR-húsunum. Hart var barist í mörgum leikjum.

Úrslit í einliðaleik karla í meistaraflokki réðust eftir oddalotu en þá lagði Helgi Jóhannesson Atla bróður sinn 21-12, 19-21 og 21-18.

Í einliðaleik í meistaraflokki kvenna vann Rakel Jóhannsdóttir Snjólaugu Jóhannsdóttur 21-19 og 21-18.

Í tvíliðaleik karla unnu Atli og Helgi þá Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen í tveimur lotum 21-16 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna unnu Karítas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir þær Jóhönnu Jóhannsdóttur og Rakel Jóhannesdóttur 21-19 og 21-15.

Sigurvegarar í tvenndarleik voru Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir.

Allir sigurvegarar í meistaraflokki eru í TBR.

Aðrir sigurvegarar á mótinu voru:

Í A-flokki;
einliðaleikur karla Reynir Guðmundsson KR,
einliðaleikur kvenna Sigríður Árnadóttir TBR,
tvíliðaleikur karla Geir Svanbjörnsson og Jón Tryggvi Jóhannsson TBR,
tvíliðaleikur kvenna Berta Sandholt og Unnur Björk Elíasdóttir TBR og
í tvenndarleik unnu Ívar Oddsson og Berta Sandholt TBR.

Í B-flokki;
einliðaleikur karla Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu,
einliðaleikur kvenna Margrét Finnbogadóttir TBR
tvíliðaleikur karla Guðni Agnar Ágústsson og Hilmar Páll Hannesson TBR
ekki var keppti tvíliðaleik kvenna og
í tvenndarleik unnu Hilmar Páll Hannsson og Margrét Finnbogadóttir TBR.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifað 10. janúar, 2011
mg