Jólamót unglinga gekk vel

Jólamót unglinga var haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog um helgina. 

Sigurvegarar mótsins voru: Í einliðaleik hnokka U-13 sigraði Davíð Bjarni Björnsson TBR, í einliðaleik táta U-13 sigraði Harpa Hilmisdóttir UMSB, í einliðaleik sveina U-15 vann Kristófer Darri Finnsson TBR, í einliðaleik meyja U-15 sigraði Lína Dóra Hannesdóttir TBR, í einliðaleik drengja U-17 vann Eiður Ísak Broddason TBR, í einliðaleik telpna sigraði Hulda Lilja Hannesdóttir TBR, í einliðaleik pilta sigraði Nökkvi Rúnarsson TBR og í einliðaleik stúlkna vann Rakel Jóhannesdóttir TBR.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á mótinu. 

Smellið hér til að sjá stöðu á styrkleikalista unglinga.

Skrifađ 21. desember, 2010
mg