Vćrlöse 2 sigrađi Humlebćk 9-4

Værlöse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku deildinni, sigraði Humlebæ í gærkvöldi 9-4. 

Tinna spilaði tvo leiki fyrir Værlöse, einliðaleik gegn Anu Nieminen og tvíliðaleik með Josephine Van Zaane gegn Lene Palling og Kati Tolmoff.  Tinna tapaði einliðaleiknum 21-13 og 21-13 en þær Josephine unnu tvíliðaleikinn 21-18 og 21-15. 

Værlöse 2 er nú í fjórða sæti fyrstu deildarinnar. 

Værlöse 2 á næst leik við Solröd Strand þann 18. desember næstkomandi. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureigninni við Humlebæk.

Skrifađ 15. desember, 2010
mg