Hilleröd vann Lyngby (O) 9-4

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar, vann Lyngby (O) 9-4 í viðureign liðanna síðastliðinn laugardag. 

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, tvíliðaleik og tvenndarleik. 

Tvenndarleikinn spilaði Magnús með Sofie Skals Styrmer gegn parinu Erik Falck Rundler og Josefine Needham.  Magnús og Sofie töpuðu eftir oddalotu 21-11, 16-21 og 16-21. 

Tvíliðaleikinn spilaði Magnús með Peter Rasmussen gegn Lars Klintrup og Erik Falck Rundle.  Magnús og Peter unnu leikinn einnig eftir oddlotu 13-21, 21-18 og 21-18. 

Hilleröd spilar næst við Frediksberg (O) þann 18. desember næstkomandi. 

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri leikja milli Hilleröd og Lingby. 

Hilleröd er nú í fjórða sæti þriðju deildar með átta stig.

Skrifađ 6. desember, 2010
mg