Ragna ţýtur upp heimslistann

Nýr heimslisti var birtur í morgun af alþjóðlega badmintonsambandinu, Badminton World Federation. Ragna Ingólfsdóttir er nú komin upp í 77. sæti heimslistans í einliðaleik en var í því 125. í byrjun september. Hún fer því hratt upp listann þessar vikurnar.

Ragna keppir næst á Írlandi í Irish International 2010 mótinu en það fer fram í næstu viku. Hún fór beint inn í aðalmótið og er röðuð númer átta í einliðaleik kvenna. Hún keppir fyrsta leik við Fontaine Chapman frá Englandi. Chapman er í 147. sæti heimslistans.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á írska mótinu.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 2. desember, 2010
mg