33 lönd hafa skráđ liđ til leiks á EM landsliđa í febrúar

Alls hafa 33 lönd skráð lið til leiks á Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Hollandi í febrúar næstkomandi.

Keppnin var síðast haldin í Liverpool í Englandi fyrir tveimur árum síðan en þá voru 32 lið skráð til leiks. Danmörk stóð þá uppi sem sigurvegari en Ísland lenti í 8. – 16. sæti eftir að hafa orðið í öðru sæti í sínum riðli.

Ný lönd í keppninni þetta skiptið eru Króatía og Grikkland.

Þau lönd sem hafa skráð lið í keppnina eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, England, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Portúgal, Pólland, Rússland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Úkraína, Wales og Þýskaland.

Til að lesa um EM landsliða smellið hér.

Árni Þór Hallgrímsson mun velja landsliðið í janúar næstkomandi.

Skrifađ 2. desember, 2010
mg