Sex Íslendingar taka þátt í norska mótinu

Norska International mótið hefst á morgun með forkeppni. 

Sex íslenskir keppendur taka þátt í mótinu, Ragna Ingólfsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir, Helgi Jóhannesson, Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson. 

Þau taka öll þátt í forkeppninni á morgun nema Ragna sem fer beint inn í aðalmótið.  Snjólaugu er raðað númer sex í forkeppninni. 

Þau spila því öll leiki á morgun nema Ragna sem spilar á föstudagsmorguninn. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á norska mótinu.

Skrifað 17. nóvember, 2010
mg