Ragna sigurvegari í einliðaleik

Ragna Ingólfsdóttir er sigurvegari á Iceland International í fjórða sinn á fimm árum en mótið féll niður árið 2008.

Hún lék í dag til úrslita gegn Anitu Raj Kaur frá Malasíu á Iceland International badmintonmótinu í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Ragna sigraði í tveimur lotum eftir að Anita byrjaði mjög vel og komst í 2-4, 3-8, 8 -11.

Ragna byrjaði seinni hlutann betur og breytti stöðunni í 10-11, 15-15 og vann svo lotuna 21-17 Ragna hélt uppteknum hætti í seinni lotunni og var yfir allan tóma eftir að Aníta hafði komist í 0-2. Eftir að hafa jafnað 2-2 lét Ragna forustana aldrei af hendi og sigraði seinni lotuna 21 – 18.

 

Iceland International 2010

 

Skrifað 14. nóvember, 2010
mg