Fyrsta degi Iceland International lokið

Fyrsta degi á Iceland interntional lauk með leikjum í tvíliðaleik karla og tvenndarleik.

Í tvíliðaleik karla féllu íslensku keppendurnir þeir Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarson úr leik fyrir dönskum andstæðingum. Þá féllu Kristinn Ingi Guðjónsson og Ólafur Örn Guðmundsson einnig úr leik fyrir dönskum andstæðingum.

Á morgun leika þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason ásamt Atla Jóhannessyni og Kára Gunnarsyni við danska andstæðinga.

Í tvenndarleik unnu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir ásamt Róberti Þór Henn og Karitas Ósk Ólafsdóttir íslenska andstæðinga.

Úr leik féllu aftur á móti þau Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir ásamt Kára Gunnarsyni og Katrínu Atladóttir fyrir dönskum andstæðingum.

 

Iceland International

 

Skrifað 12. nóvember, 2010
mg