Tinna og Sara sigru­u sigurstranglegasta pari­

Þær Sara Jónsdóttir og Tinna Helgadóttir eru komnar í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International. Þær stöllur spiluðu frábærlega í átta liða úrslitunum og sigruðu sænsku stúlkurnar Emilie Lennartsson og Sophiu Hansson 22-20, 16-21 og 21-14. Þær sænsku voru fyrirfram taldar sterkasta tvíliðaleikspar mótsins sem gerir sigurinn vissulega ennþá sætari. Undanúrslit mótsins hefjast kl. 16.30.
Skrifa­ 10. nˇvember, 2007
ALS