Annarri umferð í einliðaleik kvenna lokið

Ragna Ingólfsdóttir hóf leik í einliðaleik kvenna í annarri umferð á Iceland Interntional nú seinni partinn.

Hún sigraði Snjólaugu Jóhannsdóttir í tveimur lotum 21 – 3 og 21 -17.

Þá komust þær Tinna Helgadóttir Katrín Atladóttir áfram eftir að hafa unnið íslenska andstæðinga. Þá eru Sofie Werner, Mette Poulsen, Line Kjærsfeldt áfram eftir að hafa unnið íslenska andstæðinga sína ásamt Nönnu Brosolat Jensen og Anitu Raj Kaur sem unnu erlenda andstæðinga.

Iceland International 2010

Skrifað 12. nóvember, 2010
mg