Iceland International hefst á morgun

Iceland International mótið hefst á morgun klukkan 10 með fyrstu leikjum í tvenndarleik. Þá taka við leikir í einliðaleik karla og síðan einliðaleik kvenna.

Tvíliðaleikir karla hefjast klukkan 14:40 og tvíliðaleikir kvenna klukkan 15:50.

Átta liða úrslit hefjast klukkan 10 á laugardaginn og undanúrslit seinna á laugardeginum eða klukkan 16:30.

Úrslitaleikir verða spilaðir á sunnudaginn frá klukkan 10 til 14.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar leikja á Iceland International.

Mótið er haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog og aðgangur er ókeypis.

Skrifað 11. nóvember, 2010
mg