Ţrír unnu ţrefalt á Vetrarmóti TBR um helgina

Vetrarmót TBR fór fram um helgina í TBR-húsunum. Alda Karen Jónsdóttir, Alexander Örn Kárason og Rakel Jóhannesdóttir unnu það afrek að sigra þrefalt á mótinu.

Í U13 unnu eftirtaldir; í einliðaleik karla Alexander Örn Kárason ÍA , í einliðaleik kvenna Harpa Hilmisdóttir UMSB, í tvíliðaleik karla Alexander Örn Kárason ÍA og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, í tvíliðaleik kvenna Alda Jónsdóttir TBR og Margrét Nilsdóttir TBR og í tvenndarleik unnu Alexander Örn ÍA og Harpa Hilmisdóttir UMSB.

Í U15 vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA í einliðaleik karla, í einliðaleik kvenna sigraði Alda Jónsdóttir TBR. Í tvíliðaleik unnu í karlaflokki Davíð Bjarni Björnsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR og í kvennaflokki Lína Dóra Hannesdóttir TBR og Unnur Dagbjört Ólafsdóttir TBR. Í tvenndarleik stóðu uppi sem sigurvegarar Davíð Bjarni Björnsson TBR og Alda Jónsdóttir TBR.

Í flokki U17 unnu eftirtaldir; Í einliðaleik karla Steinn Þorkelsson ÍA, í einliðaleik kvenna Hulda Lilja Hannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Steinn og Jóhannes Þorkelssynir ÍA, í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hulda Lilja Hannesdóttir TBR og Ivalu Birna Falck-Petersen TBA og í tvenndarleik Þorkell Ingi Eriksson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR.

Í flokki U19 stóðu uppi sem sigurvegarar Gunnar Bjarki Björnsson TBR í einliðaleik karla, Rakel Jóhannesdóttir TBR í einliðaleik kvenna, Kristinn Ingi Guðjónsson BH og Ólafur Örn Guðmundsson BH í tvíliðaleik karla, Elín Þóra Elíasdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR í tvíliðaleik kvenna og Ólafur Örn Guðmundsson BH og Rakel Jóhannesdóttir TBR í tvenndarleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Vetrarmóti TBR.

Skrifađ 25. oktober, 2010
mg