Ragna komin í átta manna úrslit á hollenska opna mótinu 2010

Leik Rögnu Ingólfsdóttur og Lindu Zechiri frá Búlgaríu var að ljúka rétt í þessu á hollenska opna mótinu 2010.

Leikurinn fór í odd en Ragna vann fyrstu lotuna 21-19 og tapaði þeirri annarri 21-14. Í seinustu lotu var Ragna yfir 11-5. Lotunni lauk síðan með öruggum sigri Rögnu 21-10.

Samkvæmt nýjum heimslista, sem var birtur í dag, er Ragna númer 101 en Zechiri númer 31. Það var því glæsilegur árangur hjá Rögnu að vinna þá búlgörsku.

Ragna spilar í átta manna úrslitum á morgun annað hvort gegn Elena Prus frá Úkraínu eða Olgu Konon frá Þýskalandi.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á hollenska opna mótinu 2010.

Skrifađ 21. oktober, 2010
mg