Ragna komin áfram á hollenska opna mótinu

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson eru nú í Hollandi að keppa í hollenska opna mótinu 2010.

Helgi spilaði einliðaleik við Pavel Florian frá Tékklandi. Helgi tapaði leiknum eftir oddalotu 24-22, 12-21 og 13-21. Helgi hefur því lokið keppni í einliðaleik.

Ragna var rétt í þessu að klára einleiðaleik sinn gegn Perrine Le Buhanic frá Frakklandi. Ragna vann leikinn 21-16 og 21-16.

Ragna er því komin í aðra umferð mótsins og spilar á morgun við annað hvort við Hitomi Oka frá Japan eða Lindu Zechiri frá Búlgaríu. Zechiri er röðuð númer fimm inn í einliðaleik kvenna á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á hollenska opna mótinu 2010.

Skrifað 20. oktober, 2010
mg