Ragna og Tinna komnar í undanúrslit

Íslensku stelpurnar Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir hafa staðið sig mjög vel á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International sem fram fer í TBR húsunum um helgina. Þær unnu báðar andstæðinga sína í átta liða úrslitum og leika því í undanúrslitunum síðar í dag. Ragna sigraði Camillu Overgaard mjög sannfærandi 21-13 og 21-11. Leikur Tinnu var hinsvegar mjög spennandi og þurfti að leika þrjár lotur til að knýja fram úrslit hjá henni og sænsku stúlkunni Emilie Lennartsson. Fyrstu lotuna sigraði Emilie 21-19. Næstu lotu sigraði Tinna 22-20 og oddalotuna sigraði Tinna síðan 21-19. Glæsilegur árangur hjá okkar stelpum. Leiki dagsins má skoða með því að smella hér.
Skrifað 10. nóvember, 2007
ALS