Ragna hafnađi í 3. - 4. sćti

Ragna Ingólfsdóttir hafnaði í 3. - 4. sæti á Kýpur International 2010 mótinu nú rétt í þessu eftir að hafa tapað í undanúrslitum fyrir rússnesku stúlkunni Olga Golovanova 21-15 og 21-15. 

Glæsilegur árangur hjá Rögnu en hún var röðuð númer fjögur inn í einliðaleik kvenna á mótinu. 

Golovanova spilar úrslitaleikinn á morgun á móti Carolina Marin frá Spéni. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna á mótinu. 

Ragna og Helgi Jóhannesson sem einnig spilaði á mótinu halda nú til Hollands til að taka þátt í hollenska opna mótinu.  Mótið hefst á þriðjudaginn og stendur fram á sunnudag. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á hollenska opna mótinu. 

Skrifađ 16. oktober, 2010
mg