Óskađ eftir sjálfbođaliđum í tengslum viđ Ólympíuleikana í London 2012

Ólympíuleikarnir 2012 fara fram í London og hefur undirbúningsnefnd leikanna reiknað með að um 70.000 sjálfboðaliða þarf í tengslum við leikana.

Hefur verið settur upp sérvefur vegna þessa með ítarlegum upplýsingum um verkefnið. Ljóst er að áhugi Íslendinga á þessum leikum mun verða mikill, enda geta leikarnir varla verið nær okkur en í London.

Á heimasíðu ÍSÍ er að finna frétt um þetta verkefni með tenglum á heimasíðu verkefnisins (http://www.london2012.com/get-involved/volunteer/index.php)

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að kynna sér málið, og jafnvel sækja um, hafa möguleika á því fram til 27. október.

Skrifađ 5. oktober, 2010
mg