Iceland Express International - dagskrá dagsins

Alþjóðlega badmintonmótið Iceland Express International heldur áfram í dag laugardag. Keppni hefst kl.10.00 á átta liða úrslitum þar sem fyrst verður leikinn tvenndarleikur, síðan einliðaleikur karla, þá einliðaleikur kvenna, næst tvíliðaleikur karla og að lokum tvíliðaleikur kvenna. Smellið hér til að skoða leiki dagsins. Áætlað er að áttta liða úrslitum ljúki um kl. 13.30 en þá verður gert hlé á mótinu. Keppni hefst aftur kl. 16.30 en þá verða leikin undanúrslit. Röð leikja í undanúrslitum er ekki ljós fyrr en að átta liða úrslitum loknum. Áætlað er að undanúrslitum ljúki um kl. 20.30. Í hléinu milli átta liða úrslita og undanúrslita verður haldin Afmælishátið BSÍ í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins um þessar mundir. Hátíðin verður haldin milli kl. 15.00 og 16.30 og eru allir badmintonáhugamenn boðnir hjartanlega velkomnir.
Skrifað 10. nóvember, 2007
ALS