Frábćr árangur Rögnu á belgíska opna mótinu

Ragna Ingólfsdóttir lauk rétt í þessu keppni á belgíska opna mótinu. Hún tapaði leik sínum við Juliane Schenk frá Þýskalandi.

Schenk er sigurstranglegust á mótinu og er raðað í fyrsta sæti. Schenk er í 11. sæti heimslistans.

Leikur Rögnu og Schenk var mjög jafn og spennandi og í fyrri lotunni var jafnt 8-8. Síðan jókst munurinn og Schenk var yfir 15-10. Fyrri lotan endaði síðan 21-18 fyrir Schenk.

Seinni lotan var einnig mjög spennandi og staðan jöfn 6-6. Ragna var síðan yfir 9-8. Svo fór að draga aðeins sundur með þeim og lotan endaði 21-11.

Þetta er glæsilegur árangur hjá Rögnu.

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifađ 10. september, 2010
mg