Ragna, Tinna og Katrín komnar í átta liða úrslit á Iceland Express International

Sextánliða úrslitum í einliðaleik kvenna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International er lokið. Þrjár íslenskar stúlkur unnu sína leiki og eru komnar í átta liða úrslit. Tinna Helgadóttir sigraði Evrópumeistara unglinga Karinu Jörgensen frá Danmörku 22-20 og 22-20. Leikurinn var mjög jafn og spennandi eins og tölurnar gefa til kynna. Katrín Atladóttir sigraði dönsku stúlkuna Lotte Bonde nokkuð örugglega 21-12 og 21-17. Að lokum sigraði svo Ragna Ingólfsdóttir Christinu Anderssen frá Danmörku 21-7 og 21-12. Þar með er öllum leikjum Iceland Express International lokið í dag. Keppni hefst aftur á morgun laugardag. Átta liða úrslit verða leikin frá kl. 10.00-13.30 þá verður gert hlé á mótinu og hefst keppni aftur kl. 16.30 en þá verða leikin undanúrslit. Leiki laugardagsins má skoða með því að smella hér.
Skrifað 9. nóvember, 2007
ALS