Evrópusumarskóla Badminton Europe lokiđ

Þá er einnar viku námskeiði Evrópusumarskóla Badminton Europe lokið. 

Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Elisabeth Christensen TBR, Hulda Lilja Hannesdóttir TBR, María Árnadóttir TBR, Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Ólafur Örn Guðmundsson BH og Thomas Þór Thomsen TBR.

Námskeiðið var mjög gagnlegt og lærdómsríkt. 

Vignir Sigurðsson TBR var á þjálfaranámskeiði sem haldið var meðfram Sumarskólanum. 

Íslensku þátttakendurnir komu heim seint á laugardagskvöldið og hafa án efa verið ánægð að koma aftur heim í íslenska sumarið eftir að hafa verið í 35 stiga hita í Austurríki. 

Til að lesa fréttir frá Sumarskóla Badminton Europe smellið hér.

Skrifađ 26. júlí, 2010
mg