Hádegisverđarfundur ÍSÍ á morgun - kynferđislegt ofbeldi

Næsti hádegisfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. júní nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal frá kl. 12.00-14.00. Hann verður helmingi lengri en vant er, eða tvær klst. í stað einnar. Fundarefnið að þessu sinni er alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis. Fyrirlesarar verða Fríða Rós Valdimarsdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir frá STERK - samtökum gegn mannsali og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir höfundur bókarinnar „Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli". Fundurinn er haldinn fyrir tilstuðlan mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fundurinn er öllum opinn.

Skrifađ 7. júní, 2010
mg