Ragna upp um 12 sæti á heimslistanum

Nýr heimslisti var kynntur í gær hjá Badminton World Federation.  Ragna fór upp um 12 sæti milli vikna og er nú í 132. sæti heimslistans í einliðaleik.  Hún var í 144. sæti í síðastliðinni viku. 

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Ragna mun halda áfram að taka þátt í alþjóðlegum keppnum í haust og vinna sig upp á heimslistanum. 

Tíu bestu mótin ársins gilda þegar heimslistinn er birtur en hann er uppfærður vikulega. 

Til að sjá heimslistann smellið hér.

Skrifað 28. maí, 2010
mg