Ungur Dani heimsmeistari ungmenna

Hinn 16 ára gamli Dani, Viktor Axelsen, varð á dögunum fyrsti Evrópubúinn til að verða heimsmeistari ungmenna.

Hann sigraði Kóreubúann Ji Wook Kang í úrslitum á heimsmeistaramóti ungmenna í Guadalajara í Mexíkó.

Viktor var undir 14-19 þegar hann sýndi styrk sinn og fékk 11 stig á meðan Kang fékk ekkert og sigraði 21-19. Seinni lotuna vann hann 21-10.

Ótrúlegur árangur hjá þessum unga og efnilega Dana.

Skrifađ 29. apríl, 2010
mg