V÷r­ur nřr a­alstyrktara­ili Badmintonsambands ═slands

Vörður tryggingar verður aðalstyrktaraðili Badmintonsambands Íslands næsta árið og var samstarfssamningur þess efnis undirritaður í gær.

Landsliðsbúningar badmintonfólks munu því skarta merki Varðar á næsta keppnistímabili.

Badmintonsamband Íslands fagnar þessum samningi og vonar að samstarfið við Vörð verði langt og farsælt.

„Það er okkur hjá Verði mikil ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og við viljum gjarnan styðja það góða starf sem er unnið hjá sambandinu," segir Guðmundur Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Varðar trygginga.

BSÍ hvetur allt badmintonfólk til að fá tilboð í tryggingar sínar hjá Verði.

Skrifa­ 27. aprÝl, 2010
mg