Mikiđ af oddaleikjum á Meistaramóti BH

Meistaramót BH fór fram um helgina.  Í einliðaleik karla í A-flokki fóru fram 14 leikir og þar af voru átta oddaleikir.  Flokkurinn var því mjög jafn og spennandi.  Svo fór að Birkir Steinn Erlingsson TBR bar sigur úr bítum.

Aðrir sigurvegarar Meistaramóts BH eru: 

Í meistaraflokki karla í einliðaleik sigraði Helgi Jóhannesson TBR.  Í einliðaleik kvenna sigraði Snjólaug Jóhannsdóttir TBR.  Í tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Atli og Helgi Jóhannessynir TBR.  Í tvíliðaleik kvenna unnu Snjólaug Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir TBR.  Í tvenndarleik unnu Snjólaug og Atli TBR. 

Í A-flokki vann Birkir Steinn eins og áður sagði.  Í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR.  Í tvíliðaleik karla unnu Haukur Stefánsson og Ívar Oddsson TBR.  Í tvíliðaleik kvenna sigruðu TBR-ingarnir Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir.  Í tvenndarleik sigurðu Anna Lilja og Kristján Daníelsson BH. 

Í B-flokki í einliðaleik karla vann Brynjar Geir Sigurðsson BH og í einliðaleik kvenna sigraði Sigríður Árnadóttir TBR.  Í tvíliðaleik karla unnu Guðni Agnar Ágústsson og Hilmar Páll Hannesson TBR.  Í tvíliðaleik kvenna unnu Hulda Lilja Hannesdóttir og Unnur Björk Elíasdóttir TBR.  Í tvenndarleik unnu Brynjar Geir Sigurðsson BH og Sigríður Árnadóttir TBR. 

Til að sjá fleiri úrslit á mótinu smellið hér.

Skrifađ 26. apríl, 2010
mg