Greve danskur meistari

Tinna Helgadóttir varð í gærkvöldi danskur meistari í badminton með liði sínu Greve, sem vann Team Skælskör/Slagelse, 4:2, í þriðja úrslitaleik liðanna. Greve hafði áður sigrað 4:0 og 4:2 og vann því einvígið á sannfærandi hátt, 3:0.

 

Greve, lið Tinnu Helgadóttur, danskur meistari

 

Randers, lið Helga Jóhannessonar, fer upp um deild og spilar því á næstu leiktíð í 1. deild, eftir að hafa endað í 2. sæti annarrar deildarinnar.

Greve2, lið Magnúsar Inga Helgasonar endaði í 3. sæti í milliriðli og verður því áfram í annarri deild á næstu leiktíð.

Skrifađ 23. apríl, 2010
mg