Ţjálfaranámskeiđ í Austurríki

Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að fara á þjálfaranámskeið í Pressbaum í Austurríki dagana 17. - 24. júlí næstkomandi. 

Námskeiðið er haldið um leið og sumarskóli Badminton Europe og er á þeirra vegum.

Meðal yfirþjálfara og leiðbeinenda á námskeiðinu er Steen Pedersen fyrrum landsliðsþjálfari Dana í badminton, Fran Dacal frá Spáni, An Soenens frá Belgíu og Tomasz Mendrek frá Tékklandi.

Námskeiðið og ferðakostnaður er á höndum þeirra sem fara á námskeiðið. 

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti hjá Badmintonsambandi Íslands.

 

Pressbaum í Austurríki, Evrópusumarskólinn 2010

 

Skrifađ 20. apríl, 2010
mg