Ragna komin í ađra umferđ á Evrópumótinu í Manchester

Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir kepptu bæði í einliðaleik og tvenndarleik á Evrópumótinu sem haldið er í Manchester í dag.

Helgi spilaði gegn hinum Rússneska Vladimir Malkov. Helgi tapaði 21-10 og 21-15.

Ragna Ingólfsdóttir spilaði gegn Söndru Chirlaque og vann leikinn 21-7 og 21-16. Ragna er því komin í aðra umferð og spilar næst gegn grænlensku stúlkunni Mille Congstad kl. 18:00 á evrópskum tíma. Mille Kongstad keppti á Iceland International í nóvember síðastliðnum en Ragna vann það mót.

Helgi og Ragna kepptu síðan við Valeriy Atrashchenkov og Elenu Prus frá Úkraínu í tvenndarleik og töpuðu 21-14 og 21-18. Úkraínska parið var raðað númer 8.

Smellið hér til að sjá gang mála á Evrópumótinu.

Skrifađ 14. apríl, 2010
mg