Vika í Evrópumótiđ í Manchester

Eftir viku, miðvikudaginn 14. apríl, hefst Evrópumótið í badminton í Manchester í Englandi. Fyrir Íslands hönd keppa Ragna Ingólfsdóttir í einliðaleik kvenna og tvenndarleik, Helgi Jóhannesson í einliða- og tvíliðaleik karla ásamt Magnúsi Inga Helgasyni og tvenndarleik ásamt Rögnu.

 

Evrópumótið í Manchester 2010

 

Englendingar eiga tvo raðaða keppendur í einliðaleik karla, þrjú röðuð pör í tvenndarleik og eitt par í tvíliðaleik karla.

Danir sem unnu á Evrópumótinu í Liverpool í fyrra koma með þrjá af sex sterkustu einliðaleiks spilurum karla, þrjú af fjórum röðuðu pörum í tvíliðaleik karla og efstu pör í tvenndarleik.

Sterkasti maður mótsins er án efa Peter Gade frá Danmörku en hann er í fjórða sæti heimslistans. Í einliðaleik kvenna er sigurvegari All England mótsins, Daninn Tine Rasmussen, röðuð í annað sæti á eftir hinni frönsku Pi Hongyan.

Englendingar veðja á tvíliðaleiksparið Nathan Robertson og Anthony Clark en þeir sigruðu á Singapore Open.

Alls er skráður 201 keppandi á þetta 21. Evrópumót frá 33 löndum. Þetta er í þriðja skipti sem mótið er haldið í Englandi.

Eftirtaldir leikmenn hljóta röðun á mótinu:
Einliðaleikur karla:
1. Peter Gade, DEN (4)
2. Jan Ø. Jørgensen, DEN (12)
3. Marc Zwiebler, GER (20)
4. Rajiv Ouseph, ENG (22)
5. Dicky Palyama, NED (24)
6. Joachim Persson, DEN (26)
7. Eric Pang, NED (28)
8. Carl Baxter, ENG (29)

Einliðaleikur kvenna:
1. Pi Hongyan, FRA (7)
2. Tine Rasmussen, DEN (10)
3. Juliane Schenk, GER (11)
4. Yao Jie, NED (14)
5. Petya Nedelcheva, BUL (16)
6. Ella Diehl, RUS (17)
7. Judith Meulendijks, NED (29)
8. Susan Egelstaff, SCO (30)

Tvíliðaleikur karla:
1. Carsten Mogensen & Mathias Boe, DEN (4)
2. Lars Paaske & Jonas Rasmussen, DEN (7)
3. Anthony Clark & Nathan Robertson, ENG (11)
4. Kasper Faust Henriksen & Anders Kristiansen, DEN (24)

Tvíliðaleikur kvenna:
1. Petya Nedelcheva & Anastasia Russkikh, BUL/RUS (8)
2. Valeri Sorokina & Nina Vislova, RUS (10)
3. Laura Choinet & Weny Rahmawati, FRA (18)
4. Line Damkjær Kruse & Mie Schjøtt-Kristensen, DEN (23)

Tvenndarleikur:
1. Thomas Laybourn & Kamilla Rytter Juhl, DEN (3)
2. Robert Mateusiak & Nadiezda Kostiuczy, POL (7)
3. Nathan Robertson & Jenny Wallwork, ENG (16)
4. Valeriy Durkin & Nina Vislova, Rus (17)
5. Mikkel Delbo Larsen & Mie Schjøtt-Kristensen, DEN (30 - adjusted ranking)
6. Robin Middleton & Mariana Agathangelou, ENG (20)
7. Chris Adcock & Gabrielle White, ENG (23)
8. Valeriy Atrashchenkov &Elena Prus, UKR (24)

 

Skrifađ 7. apríl, 2010
mg