Helgi og Magnús Íslandsmeistarar í tvíliðaleik

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2010 eru Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson TBR. Þeir sigruðu í úrslitaleiknum þá Brodda Kristjánsson og Þorstein Pál Hængsson TBR 21-12 og 21-10.

Þetta er fjórða árið í röð sem Magnús Ingi og Helgi sigra í tvíliðaleiknum. Sigur Magnúsar og Helga var nokkuð öruggur en þeir Broddi og Þorsteinn áttu góða spretti.

 

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2010.  Í öðru sæti urðu Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson

 

Síðasti leikur Meistaramótsins, tvíliðaleikur kvenna, er nú í gangi. Þar mæta þær Snjólaug Jóhannsdóttur og Tinna Helgadóttir TBR þeim Rögnu Ingólfsdóttur og Katrínu Atladóttur TBR.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton.

Skrifað 28. mars, 2010
mg