Meistaramˇt ═slands - ni­urr÷­un

Þau mistök urðu við drátt í meistaramótið að skráningar vantaði í einliðaleik í A-flokki karla, einliða- og tvíliðaleik í B-flokki kvenna.

Því mun verða dregið aftur í þessa flokka í fyrramálið. Þá var einn leikmaður ranglega skráður í einliðaleik kvenna í meistaraflokki og breytast forsendur vegna röðunar í flokknum og því verður einnig dregið aftur í þann flokk.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Skrifa­ 23. mars, 2010
mg