Meistaramót Íslands er um helgina

Meistaramót Íslands í badminton fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog um helgina. Búið er að draga í mótið og birta niðurröðun og tímasetningar. Smellið hér til að skoða nánar.

Keppni hefst föstudaginn 26. mars klukkan 19:00 og er áætlað að hún standi yfir til klukkan 22:30. Keppt verður í einliðaleikjum á föstudeginum og mun keppni hefjast á einliðaleik karla í A-flokki.

Laugardaginn 27. mars hefst keppni klukkan 9:00 og verður byrjað á tvenndarleik í A-flokki. Spilað verður fram í úrslit í öllum flokkum þennan dag en undanúrslit í meistaraflokki verða spiluð á tveimur völlum í lok dags eða klukkan 18:00 – 21:30.

Sunnudaginn 28. mars verður leikið til úrslita á Meistaramóti Íslands. Um morguninn fer fram keppni í A, B og öldungaflokkum og hefst keppni klukkan 10:00.

Áætlað er að verðlaunaafhending í áður nefndum flokkum verði milli klukkan 12:30 og 13:00.

Úrslit í meistaraflokki hefjast síðan klukkan 13:50 og verða í beinni útsendingu hjá Sjónvarpinu.

Áætlað er að mótinu ljúki um klukkan 17:00.

Athugið að tímasetningar einstakra leikja eru til viðmiðunar. Leikmenn geta átt von á því að vera kallaðir upp 15 mínútum fyrir auglýstan leiktíma og þurfa því að vera tilbúnir til keppni tímanlega. Dagskrá mótsins er mjög þétt vegna fjölda leikja og því verður aðeins mögulegt að hita upp í tvær mínútur inni á völlunum.

Yfirdómari Meistaramóts Íslands 2010 er Hörður Þorsteinsson formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Mótsstjóri er Þorsteinn Páll Hængsson stjórnarmaður í Badmintonsambandi Íslands.

Skrifað 22. mars, 2010
mg