Ragna upp um 10 sæti á heimslistanum

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er númer 43 á nýjum heimslista í badminton sem gefin var út í dag. Í síðustu viku var Ragna númer 53 á heimslistanum en sigurinn á Opna Ungverska mótinu um síðustu helgi færði hana upp um sætin 10.

Frábært fyrir Rögnu í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Bejing 2008. Búast má við að hún þurfi að vera á topp 50-60 til að draumurinn um Ólympíuleika verði að veruleika. Heimslistinn 1.maí 2008 sker úr um það hvaða leikmenn komast á leikana eftirsóttu.

Hægt er að skoða heimslistann í badminton með því að smella hér. Nýr listi er gefin út vikulega á fimmtudögum af Alþjóða Badmintonsambandinu.

Skrifað 8. nóvember, 2007
ALS