Magnús vann báða leiki sína með Greve2 um helgina

Magnús Ingi Helgason vann báða leiki sína með Greve2 um helgina þrátt fyrir naumt rap gegn KBK Köbenhavn 6-7. 

Magnús spilaði tvenndarleik með Nadia Lyduck gegn Sune Vedel Kok og Anne Sofie Stevnhoved og unnu þau eftir langa oddalotu 21-18, 18-21 og 26-24. 

Magnús spilaði tvíliðaleik með Jens Eriksen gegn Niels Lejre og Bo Rafn.  Magnús og Eriksen unnu 21-16 og 21-16. 

Til að sjá fleiri úrslit í leikjunum smellið hér

Greve2 er nú í 5. sæti riðilsins en 4 efstu liðin haldast í annarri deild næsta tímabil.  Greve2 er með 6 stig en næstu tvö lið fyrir ofan Greve2, Odense2 og Nordsjælland2, eru með 7 stig. 

Næsti leikur Greve2 er þann 13. mars gegn Skovshoved2 (O).

Skrifað 1. mars, 2010
mg