Tap gegn Þýskalandi

Íslenska kvennalandsliðið keppti sína fyrstu leiki á Evrópumótinu klukkan 14 í dag gegn Þýskalandi. 

Þýskaland vann alla sína leiki og enduðu leikar því 5-0 fyrir Þýskalandi. 

Ragna Ingólfsdóttir keppti í einliðaleik gegn Juliane Schenk sem er sterkasta badmintonkona Þýskalands og vermir 11 sæti heimslistans í badminton.  Schenk vann Rögnu 21-9 og 21-11.  Tinna Helgadóttir lék einliðaleik á móti Karin Schnaase og tapaði 21-12 og 21-9.  Þá lék nýliðinn í íslenska A-landsliðinu, Rakel Jóhannesdóttir, gegn Fabienne Deprez og tapaði 21-14 og 21-11.  Það má teljast mjög góður árangur hjá Rakel því Deprez er í 183 sæti á heimslistanum. 

Þá lék kvennalandsliðið tvo tvíliðaleiki, Snjólaug Jóhannsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir spiluðu á móti Johanna Goliszewski og Carla Nelte.  Þær töpuðu 21-13 og 21-6.  Seinasti leikinn léku Ragna og Tinna gegn Birgit Overzier og Sandra Marinello.  Þær töpuðu 21-17 og 21-9. 

Þetta er sennilega erfiðasti andstæðingurinn á mótinu en fyrirfram er gert ráð fyrir að Þýskaland vinni riðilinn. 

Á morgun klukkan 10 spilar íslenska kvennalandsliðið gegn Svíþjóð. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifað 16. febrúar, 2010
mg