Deildakeppni BSÍ framundan

Íslandsmót liða í badminton, Deildakeppni BSÍ, fer fram í TBR húsunum 5. til 7. febrúar næstkomandi.

Mótið er einn af stærstu viðburðum ársins í íslensku badmintoni enda fjölmennt og fjörugt.

Keppt verður í þremur deildum: Meistara-, A- og B-deild. Nokkur fjölgun hefur verið á fjölda liða milli ára undanfarið og því keppnin í örum vexti.

Í fyrra sigruðu lið TBR í Meistaradeild og A-deild, TBR Y í Meistaradeildinni og TBR Geitungar í A-deild. Lið BH, BH-Naglar sigraði í B-deild.

Badmintonfélög hafa frest þangað til klukkan 12 næstkomandi föstudag, 29. janúar, til að skila inn skráningum í keppnina. Hvert félag má senda eins mörg lið og það kýs í keppnina.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Deildakeppni BSÍ 2010 og hér til að skoða úrslit frá Deildakeppnum fyrri ára.

Meistaradeild - TBR Y. Bjarki Stefánsson, Halldóra Elín Jóhannsdóttir, Arthur Geir Jósefsson, Daníel Thomsen, Magnús Ingi Helgason, Snjólaug Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir.
Skrifað 27. janúar, 2010
mg