Góður árangur TBR-inga í Danmörku

Stór hópur frá TBR tók þátt í móti í Hróarskeldu í Danmörku um helgina.

Árangur hópsins var góður í heildina og komust þó nokkrir í verðlaunasæti.

Atli Jóhannesson sigraði í einliðaleik karla í B-flokki mótsins. Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson komust í úrslit í tvíliðaleik karla í B-flokki en þurtu að láta í minni pokann í úrslitunum.

Snjólaug Jóhannsdóttir komst í undanúrslit í A-flokki mótsins. Þorbjörg Kristinsdóttir spilaði tvíliðaleik með dönskum samherja og komust þær í úrslitaleikinn í B-flokki.

Í D-flokki komust þeir Ívar Oddsson og Sindri Jarlsson í úrslit í tvíliðaleik en þurftu að láta sér 2. sæti nægja. Birkir Steinn Erlingsson komst í undanúrslit í einliðaleik í D-flokki.

Skrifað 25. janúar, 2010
mg