Óskarsmót KR um helgina

Á sunnudaginn fer fram einliðaleiksmót í A- og B-flokki í KR-heimilinu við Frostaskjól.  Mótið er hluti af Óskarsmóti KR en tvíliða- og tvenndarleikshluti mótsins fór fram í haust.  Næstu helgi, sunnudaginn 30. janúar, fer fram keppni í einliðaleik í Meistaraflokki. 

Alls eru skráðir 42 keppendur til leiks frá sjö félögum, BH, Keflavík, KR, TBR, TBS, UMFA og UMSB.  Kepptir verða 57 leikir. 

Húsið opnar klukkan 9:15 en fyrstu leikir fara fram klukkan 10. 

Til að fá nánari upplýsingar um Óskarsmót KR smellið hér.

Skrifað 22. janúar, 2010
mg