Greve á toppnum

Eftir síðasta leikinn á árinu er Greve, lið Tinnu Helgadóttur, á toppi úrvalsdeildarinnar í Danmörku. 

Síðasti leikur Greve var á móti Gentofte.  Greve tapaði 2-4.  Tinna lék einliðaleik á móti Line Isberg.  Leikurinn fór í odd og endaði með tapi Tinnu 21-8, 14-21 og 18-21. 

Greve er eins og áður sagði á toppi deildarinnar með 19 stig, tveggja stiga forystu á Team Særskör-Slagelse.  Greve hefur spilað sjö leiki í haust, unnið 6 og tapað einum. 

Til að sjá stöðuna í deildinni smellið hér.

Skrifađ 16. desember, 2009
mg