Greve, li­ Tinnu, sigra­i 6-0

Greve. danska liðið sem Tinna Helgadóttir spilar með, sigraði örugglega í kvöld lið Nordsjælland 6-0. 

Greve er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni með 16 stig.  Í öðru sæti er Team Skærskor-Slagelse með 11 stig.  Aarhus Elite er í þriðja sæti einnig með 11 stig. 

Greve spilar næst gegn Gentofte þann 14. desember næstkomandi. 

Lið Magnúsar Inga, Greve2, spilar á laugardaginn gegnHöjberg.  Greve2 er í sjöunda sæti 2. deildarinnar. 

Á toppi 2. deildar er Höjberg.

Skrifa­ 26. nˇvember, 2009
mg