Ragna tv÷faldur meistari

Ragna Ingólfsdóttir varð tvöfaldur meistari.

Í einliðaleik sigraði hún Camillu Overgaard Danmörku í þremur lotum 21:14, 16:21 og 21:13.

Í tvíliðaleik sigruðu hún og Snjólaug Jóhannsdóttir þær Brynju Pétursdóttur og Erlu Björg Hafsteinsdóttur í tveimur lotum 21:10 og 21:13.

Önnur úrslit voru eftirfarandi:

Niklas Hoff og Amaliea Fangel mættu Theis Christiansen og Joan Christiansen frá Danmörku í tvenndarleik. Leikurinn fór í oddalotu og höfðu Theis og Joan betur 23:21, 20:22 og 21:16.

Í einliðaleik karla léku Christian Lind Thomsen Danmörku og Kasper Ödum Danmörku. Christian Lind vann í tveimur lotum 21:8 og 21:17.

Í tvíliðaleik karla unnu Anders Skaarup Rasmussen og René Lindskov þá Christopher Bruun Jensen og Thomas Fynbo 21:16 og 21:16

Skrifa­ 8. nˇvember, 2009
mg