Glćsilegur sigur hjá Rögnu í Ungverjalandi

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir stóð sig frábærlega á Ungverska opna mótinu í badminton sem fram fór í Búdapest um helgina. Hún sigraði í úrslitaleiknum í dag svissnesku stúlkuna Jeaninie Cicognii 21-13 og 21-18.

Ragna átti einstaklega gott mót í Ungverjalandi, spilaði vel og fann sig mjög vel. Hún þurfti að vinna fimm andstæðinga til að vinna mótið og náði enginn þeirra að vinna af henni lotu. Í fyrra varð Ragna í öðru sæti á sama móti þannig að það er greynilegt að Ungverjaland hentar Rögnu vel. Sannarlega frábært hjá þessari glæsilegu íþróttakonu.

Nánar um mótið með því að smella hér.

Skrifađ 4. nóvember, 2007
ALS