Fleiri fréttir af Iceland International

Í 8 liða úrslitum í tvíliða leik karla léku íslensk pör í öllum viðureignunum.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason léku gegn Anders Skaarup Rasmussen og René Lindskov frá Danmörku. Helgi og Magnús töpuðu í oddalotu 21:18 15:21 21:12.

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson léku gegn James Philips og Joe Morgan frá Wales og töpuðu í tveimur lotum 17:21 og 21:11.

Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen léku gegn Christopher Bruun Jensen og Thomas Fynbo frá Danmörku og töpuðu í tveimur lotum 13:21 og 11:21.

Gömlu kempurnar Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson sýndu oft góða takta gegn Daniel Benz og Patrick Kraemer frá Þýskalandi en töpuðu 10:21 og 12:21.

Allir íslensku spilararnir eru því úr leik í tvíliðaleik karla.

Ragna Ingólfsdóttir og Snjólaug Jóhannesdóttir léku við Katrínu Atladóttir Íslandi og Rikke Thune frá Danmörku og sigruðu Ragna og Snjólaug í tveimur lotum 21:15 og 21:16.

Birgitta Ásgeirsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir léku gegn Brynju Pétursdóttur og Erlu Björg Hafsteinsdóttur. Brynja og Erla Björg sigruðu í tveimur lotum, 15:21 og 25:27.

Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir léku gegn Amöndu Mathiasen og Trine Christiansen 16:21 og 15:21.

Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir léku gegn Joan Christiansen og Mia Sejr Nielsen og töpuðu í tveimur lotum 16:21 og 21:23.

Skrifað 7. nóvember, 2009
mg