Annar dagur Iceland International

Annar dagur Iceland International badmintonmótsins hófst á 8 liða úrslitum í tvenndarleik en þar léku Magnús Ingi Helgason og Elín Þóra Elíasdóttir en þau voru eina íslenska parið sem komst í 8 liða úrslit.

Magnús Ingi og Elín léku gegn dönsku pari, Dennis Holm Hansen og Rikke Thune og sigruðu Magnús og Elín í fyrstu lotu 21:16 og í annari 21:15 og eru komin í undanúrslit.

Þessa stundina standa yfir leikir í 8 liða úrslitum karla.

Áætlað er að Ragna Ingólfsdóttir hefji leik kl. 11:20

Skrifað 7. nóvember, 2009
mg