Ragna og Helgi úr leik í einliđaleik á Kýpur International

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson eru nú við keppni á Kýpur International mótinu. 

Þau kepptu bæði í einliðaleik í dag og einnig saman í tvenndarleik. 

Ragna tapaði fyrir Carolina Marin frá Spáni 13-21 og 13-21. 

Helgi keppti á móti Giovanni Greco frá Ítalíu og bar sigur úr bítum í oddaleik 16-21, 21-13 og 21-19.  Hann átti síðan í höggi við Simon Maunoury frá Frakklandi og tapaði fyrir honum 12-21 og 12-21. 

Helgi og Ragna kepptu í tvenndarleik á móti parinu Vasilis Vasou og Dometia Ioannou frá Kýpur.  Þau unnu 21-15 og 21-17. 

Þau keppa á morgun í tvenndarleik á móti Joe Morgan og Kerry Ann Shepard frá Wales. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Kýpur International.

Skrifađ 9. oktober, 2009
mg